„Getur lent í bölvuðum vandræðum“

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Vilj­inn! Ég var mjög ánægður með stelp­urn­ar,“ sagði Jó­hann Krist­inn Gunn­ars­son þjálf­ari Þórs/​KA, í sam­tali við mbl.is eft­ir 5:2-sig­ur gegn FHL í fimmtu um­ferð í Bestu deild kvenna í fót­bolta á Reyðarf­irði í kvöld.

„Við sýnd­um bar­áttu­vilja og sig­ur­vilja gegn erfiðu FHL liði. FHL er mjög skemmti­legt lið sem á leik­menn sem gætu byrjað í liðum um alla deild. Ef þú pass­ar þig ekki get­ur maður lent í bölvuðum vand­ræðum á móti þeim. Við döðruðum al­veg við það í dag því þær gera hlut­ina svo vel í því sem þær eru góðar í.

Sem bet­ur fer var mitt lið til­búið og vildi þetta og vor­um við alltaf aðeins ofan á. Und­ir lok­in náðum við að sigla þessu,“ svaraði Jó­hann er hann var spurður að því hvað hefði staðið upp úr í leikn­um í kvöld.

Þór/​KA hafði ekki unnið í sein­ustu tveim­ur leikj­um á und­an þess­um og fengið á sig sex mörk.

„Fær­in koma mjög mis­mun­andi og stund­um skor­ar þú og stund­um ekki. Á meðan við erum að skapa öll þessi færi, t.d. töpuðum við gegn FH en vor­um ofan á og vor­um með betri mark­tæki­færi.

Ef þú klúðrar þeim get­ur þú kastað þessu frá þér á stutt­um tíma ef þú gleym­ir að klára fær­in og gef­ur hinu liðinu séns,“ sagði Jó­hann um fær­in og mörk­in í síðustu leikj­um.

FHL skoraði tvö mörk í leikn­um og hef­ur Þór/​KA verið að fá á sig mikið af mörk­um.

„Þá get­um við kastað þessu frá okk­ur á stutt­um tíma. Við sváf­um á verðinum í smá stund og okk­ur var refsað en eins gott að við vor­um betri í lengri tíma. FHL lít­ur vel út og það stytt­ist í að þær vinni sinn fyrsta leik,“ sagði Jó­hann um mörk FHL.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert