Grindavíkurvöllur metinn öruggur

Grindavíkurvöllur fyrir mánuði.
Grindavíkurvöllur fyrir mánuði. Ljósmynd/Grindavík

Knatt­spyrnu­völl­ur­inn í Grinda­vík var met­inn ör­ugg­ur til æf­inga og keppni á sam­ráðs- og upp­lýs­inga­fundi í Grinda­vík síðastliðinn mánu­dag.

Á fund­in­um sátu meðal ann­ars full­trú­ar Grinda­vík­ur­bæj­ar, Grinda­vík­ur­fé­lags­ins, KSÍ, Íslensks topp­fót­bolta, slökkviliðsins, lög­reglu, ör­ygg­is­stjóri vett­vangs­stjórn­ar í Grinda­vík og jarðfræðing­ar frá Eflu og ÍSOR.

Á fund­in­um voru lögð fram nýj­ustu gögn og niður­stöður jarðsjár­mæl­inga fyr­ir keppn­is- og æf­inga­svæði knatt­spyrnu­deild­ar Grinda­vík­ur. Gögn­in sýna að ekk­ert bendi til hættu á yf­ir­borði vall­ar­ins. 

Jarðfræðing­ar sem hafa metið svæðið staðfesta að berg­grunn­ur­inn á svæðinu sé stöðugur og gripið hafi verið til viðeig­andi ör­ygg­is­ráðstaf­ana þar sem sprung­ur eru ná­lægt íþrótta­svæðinu.  

Grinda­vík fær Fjölni í heim­sókn á heima­völl sinn á laug­ar­dag­inn í ann­arri um­ferð 1. deild­ar karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert