Sættir sig enginn við þetta tap

Fanndís Friðriksdóttir með boltann í leiknum í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Val­ur tapaði dýr­mæt­um stig­um á heima­velli sín­um gegn Þrótti í 5. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í kvöld. Val­ur er með 7 stig eft­ir fyrstu 5 leik­ina í deild­inni. Kristján Guðmunds­son þjálf­ari Vals sagði að í umbreyt­ing­ar­ferli töpuðust stig inn á milli.

Spurður út í leik­inn sagði hann þetta:

„Við eig­um góðan kafla í fyrri hálfleik og skor­um mark. Við hefðum getað skorað aft­ur í næsta horni á eft­ir. Munaði ekki miklu þar. Síðan eig­um við þessi tvö færi í sömu sókn­inni sem voru mjög ör­laga­rík. Það hefði verið hægt að spila rest­ina af leikn­um með öðrum hætti ef við hefðum skorað annað mark. Þessi kafli hefði þurft að gefa meira.

Það gekk nokkuð vel upp það sem við lögðum upp með og hlut­irn­ir voru að ganga upp hjá okk­ur. Síðan jafna þær í fyrri hálfleik. Það er mjög sér­stakt hvernig við verj­umst inni í teig í þess­um mörk­um. Ég hef ekki séð þetta áður hjá mínu liði.

Við fáum mark í and­litið strax í byrj­un seinni hálfleiks og það var mikið sjokk sem tók tíma að jafna sig á. Við ger­um breyt­ing­ar til að hressa þetta upp og það kem­ur þarna kafli sem er já­kvæður og við fáum færi til að jafna, sér­stak­lega þegar Natasha kemst í skot­færi.“

Fimm um­ferðir eru bún­ar og Val­ur er með 7 stig. Er það ásætt­an­legt á Hlíðar­enda?

„Við erum í þessu umbreyt­ing­ar­ferli. Það er rót á liðinu og kannski ekk­ert skrýtið að það komi svona úr­slit inn á milli. Þetta er kannski ekki eitt­hvað sem er van­inn ef við horf­um á und­an­far­in ár. Við höf­um það samt al­veg á hreinu að það sætt­ir sig eng­inn við þetta tap.“

Næsti leik­ur í bik­ar á móti Fram og svo er leik­ur gegn Breiðabliki í deild­inni. Hvernig sérðu þau verk­efni fyr­ir þér?

„Við leggj­um upp með að vinna Fram og reyn­um það. Síðan þurf­um við að und­ir­búa okk­ur fyr­ir leik­inn gegn Breiðablik. Það verður lík­lega spenn­andi leik­ur ef við horf­um bara í þessa tvo leiki sem við spiluðum við þær í vor.

Akkúrat núna þessa vik­una eru Blikarn­ir langt á und­an okk­ur í deild­inni. Ef við ætl­um að vera með í topp­bar­átt­unni þá þurf­um við að taka eitt­hvað veru­lega gott og bita­stætt út úr þeim leik,“ sagði Kristján í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert