Breiðablik skoraði fimm á Króknum

Birta Georgsdóttir jafnar metin fyrir Breiðablik í leiknum í dag.
Birta Georgsdóttir jafnar metin fyrir Breiðablik í leiknum í dag. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Íslands­meist­ar­ar Breiðabliks unnu enn einn sann­fær­andi sig­ur­inn í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu, nú gegn Tinda­stóli, 5:1, á Sauðár­króki í dag. 

Breiðablik er í topp­sæti deild­ar­inn­ar með 13 stig og nú búið að skora 24 mörk í fimm leikj­um. Tinda­stóll er í átt­unda sæti með þrjú stig. 

Birgitta Rún Finn­boga­dótt­ir kom Tinda­stóli yfir á 15. mín­útu leiks­ins en þá vann hún bolt­ann af El­ínu Helenu Karls­dótt­ur og skoraði síðan fram­hjá Telmu Ívars­dótt­ur, 1:0. 

Breiðablik skoraði hins veg­ar tvö mörk á þrem­ur mín­út­um, það fyrra á 27. mín­útu þökk sé Birtu Georgs­dótt­ur eft­ir send­ingu frá Andr­eu Rut Bjarna­dótt­ur, 1:1, og það seinna skoraði Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir þegar hún negldi bolt­an­um í netið eft­ir að hann barst til henn­ar, 1:2 sem voru hálfleikstöl­ur. 

Breiðablik bætti við þrem­ur mörk­um í seinni hálfleik. Andrea Rut skoraði fyrsta eft­ir send­ingu frá Samönt­hu Smith, Berg­lind Björg annað eft­ir send­ingu frá Andr­eu Rut og varamaður­inn Hrafn­hild­ur Ása Hall­dórs­dótt­ir þriðja og síðasta þegar hún hljóp upp meira en hálf­an völl­inn og skoraði snyrti­legt mark, 1:5. 

Tinda­stóll heim­sæk­ir Vík­ing R. í næstu um­ferð en Breiðablik fær bikar­meist­ara Vals í heim­sókn. Þar á milli eru bikarleik­ir en Tinda­stóll heim­sæk­ir Stjörn­una og Breiðablik FHL í 16-liða úr­slit­un­um. 

Hörð barátta eftir hornspyrnu.
Hörð bar­átta eft­ir horn­spyrnu. Ljós­mynd/​Jó­hann Helgi Sig­mars­son
Tinda­stóll 1:5 Breiðablik opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert