Vorum sofandi á verðinum

Rósey Björgvinsdóttir er fyrirliði FHL.
Rósey Björgvinsdóttir er fyrirliði FHL. mbl.is/Ólafur Árdal

„Við hefðum bara þurft að gera bet­ur í fyr­ir­gjöf­un­um þeirra,” sagði sagði Rós­ey Björg­vins­dótt­ir, fyr­irliði FHL, í sam­tali við mbl.is eft­ir 5:2-tap gegn Þór/​KA í fimmtu um­ferð í Bestu deild­inni í fót­bolta í Fjarðabyggðar­höll­inni á Reyðarf­irði í kvöld.

FHL hef­ur verið í vand­ræðum að skora á tíma­bil­inu en einnig verið í vand­ræðum með að halda bolt­an­um úr eig­in neti.

„Ef ég man rétt var allt að koma úr fyr­ir­gjöf­um þannig við þurf­um í raun bara að bæta okk­ur sem lið að verj­ast því. Við vor­um sof­andi á verðinum í nán­ast öll skipt­in og vor­um ekki grimm­ar í teign­um,” sagði Rós­ey um varn­ar­leik­inn.

„Já, fyr­ir­gjaf­irn­ar hafa verið vesen en sömu­leiðis er mikið um ein­stak­lings­mis­tök. Mér finnst ekk­ert endi­lega liðin á móti okk­ur vera að gera frá­bæra hluti. Við höf­um í raun bara verið að gefa hlut­ina í hend­urn­ar á þeim frek­ar en þær væru eitt­hvað að gera frá­bæra hluti. Þannig að við þurf­um bara að bæta okk­ur í þess­um mis­tök­um og bæta varn­ar­leik­inn í heild. Mér finnst við vera að gera góða hluti fram á við en ekki að klára fær­in okk­ar,” sagði Rós­ey um mál­in hjá liðinu eft­ir fyrstu fimm um­ferðir í Bestu deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert