FH áfram á sigurbraut

FH tók á móti Stjörn­unni í 5. um­ferð Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á Kaplakrikvelli í Hafnar­f­irði í kvöld og lauk leikn­um með sigri FH 2:1. 

Eft­ir leik­inn er FH með 13 stig og náði Breiðabliki og Þrótti á toppi deild­ar­inn­ar en Stjarn­an er með 6 stig.

Fyrri hálfleik­ur var að mestu frek­ar bragðdauf­ur. Fyrsta færi leiks­ins kom á 13. mín­útu þegar Birna Krist­ín Björns­dótt­ir skaut að marki tals­vert fyr­ir utan teig Stjörn­unn­ar. Skotið var hátt og stefndi inn en Vera Var­is náði að blaka bolt­an­um aft­ur fyr­ir og í horn­spyrnu.

Á 32. mín­útu gerðu varn­ar­menn FH sig seka um slæm mis­tök þegar þær misstu bolt­ann í fæt­urn­ar á Úlfu Dís Kreye Úlfars­dótt­ur sem þakkaði fyr­ir sig með því að skora und­ir fæt­urn­ar á Al­dísi Guðlaugs­dótt­ur í marki FH. Staðan 1:0 fyr­ir Stjörn­una sem reynd­ust hálfleikstöl­ur.

Úlfa Dís Úlfarsdóttir skorar fyrir Stjörnuna og kemur liðinu yfir …
Úlfa Dís Úlfars­dótt­ir skor­ar fyr­ir Stjörn­una og kem­ur liðinu yfir eft­ir hálf­tíma leik í Kaplakrika. mbl.is/​Eyþór

Seinni hálfleik­ur var mun líf­legri en sá fyrri.

FH byrjaði strax að hóta marki og var Maya Han­sen ná­lægt því strax á 48. mín­útu en hitti bolt­ann illa. Birna Krist­ín Björns­dótt­ir skoraði hins veg­ar stór­glæsi­legt mark á 53. mín­útu eft­ir send­ingu frá Erlu Sól Vig­fús­dótt­ur. Skaut Birna bolt­an­um af ca. 25 metra færi beint upp í sam­skeyt­in. Mun þetta mark lík­lega koma til greina sem eitt af mörk­um sum­ars­ins.

FH komst yfir á 60. mín­útu. Maya Han­sen skoraði þá fal­legt mark eft­ir send­ingu frá Thelmu Kar­en Pálma­dótt­ur. Staðan var 2:1 fyr­ir FH.

Jessica Ayers átti frá­bært skot að marki FH á 76. mín­útu og und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum hefði bolt­inn sungið í net­inu. Það gerðist ekki því Al­dís Guðlaugs­dótt­ir varði al­veg stór­kost­lega í horn.

Hafn­f­irðing­ar voru mun betri í fram­hald­inu og fengu fjöld­ann all­an af skot­fær­um en Vera Var­is stóð sig vel í marki Stjörn­unn­ar og varði oft og tíðum mjög vel.

FH 2:1 Stjarn­an opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert