Fylkir vann Selfoss, 2:0, í síðasta leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu sem fram fór í Árbænum.
Benedikt Daríus Garðarsson og Pablo Aguilera skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleik.
Fylkir er þá með fjögur stig eftir tvo leiki í deildinni og Selfoss er með þrjú stig.