Opna sérstofu til heiðurs Láru

Lára Herbjörnsdóttir var grjótharður stuðningsmaður Víkings.
Lára Herbjörnsdóttir var grjótharður stuðningsmaður Víkings. mbl.is/Þorvaldur

Vík­ing­ur úr Reykja­vík mun form­lega opna Láru­stofu til heiðurs Láru Her­björns­dótt­ur fyr­ir leik liðsins gegn Fram í fimmtu um­ferð Bestu deild­ar kvenna í kvöld.

Láru­stofa verður form­lega opnuð klukk­an 17.30 og verður fjöl­skylda Láru viðstödd opn­un­ina og hefst síðan leik­ur­inn klukk­an 18. 

Lára Her­björns­dótt­ir var einn dygg­asti stuðnings­maður Vík­ings og fylgdi liðinu í gegn­um súrt og sætt. 

Heiðra ein­staka fé­lags­konu

„Amma Vík­ing­ur mætti á völl­inn og studdi fé­lagið sama hvernig gengi liðsins var enda skipt­ir öllu máli að styðja sitt fé­lag sama hvort með eða á móti blæs. 

Knatt­spyrnu­deild Vík­ings er það mik­ill heiður að fjöl­skylda Láru verði viðstödd opn­un­ina í kvöld og hvetj­um við alla Vík­inga nær og fjær að koma í Ham­ingj­una í kvöld. Við hlökk­um til að eiga þessa stund sam­an þegar Láru­stofa fær loks­ins nafnið sitt og minn­ing ein­stakr­ar fé­lags­konu verður heiðruð,“ stend­ur í til­kynn­ingu frá Vík­ing­um.

Í viðtali við mbl.is árið 2008 sagði Lára að Vík­ing­ur væri á upp­leið og þó að nokk­ur ár liðu á milli reynd­ist það rétt.

Karlalið Vík­ings hef­ur unnið tvo Íslands­meist­ara­titla og fjóra bikar­meist­ara­titla á síðustu árum og kvennaliðið varð bikar­meist­ari sem lið í B-deild sum­arið 2023 og náði góðum ár­angri í Bestu deild­inni sem nýliði í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert