Þróttur vann í Keflavík - jafntefli í Kórnum

HK-ingurinn Dagur Orri Garðarsson með boltann í leiknum í Kórnum …
HK-ingurinn Dagur Orri Garðarsson með boltann í leiknum í Kórnum í kvöld. mbl.is/Eyþór

Þrótt­ar­ar gerðu góða ferð til Kefla­vík­ur í 1. deild karla í knatt­spyrnu í kvöld og sóttu þangað þrjú stig en HK og ÍR skiptu með sér stig­um í Kórn­um í Kópa­vogi.

Þrótt­ur og ÍR eru því kom­in með fjög­ur stig eft­ir tvo leiki, Kefla­vík er með þrjú stig og HK er með tvö stig eft­ir tvö jafn­tefli.

Liam Daði Jeffs skoraði sig­ur­mark Þrótt­ara á 83. mín­útu, 1:0, en þeir voru manni fleiri all­an síðari hálfleik­inn eft­ir að Nacho Heras, varn­ar­maður Kefl­vík­inga, fékk tvö gul spjöld und­ir lok fyrri hálfleiks.

Skoski miðvörður­inn Marc McAus­land, fyr­irliði ÍR, kom sín­um mönn­um yfir gegn HK í Kórn­um með skalla eft­ir horn­spyrnu á 39. mín­útu.

Dag­ur Orri Garðars­son náði að jafna met­in fyr­ir HK á 82. mín­útu eft­ir mis­tök í vörn Breiðhylt­inga og loka­töl­ur 1:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert