Geggjaður sigur

Benedikt V. Warén sækir að marki Fram í kvöld.
Benedikt V. Warén sækir að marki Fram í kvöld. mbl.is/Kristinn Steinn

Bene­dikt Warén, leikmaður Stjörn­unn­ar, var sátt­ur eft­ir 2:0-sig­ur liðsins gegn Fram á heima­velli í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

„Mér fannst við spila fínt, við bætt­um það sem við ætluðum að bæta. Við vor­um mjög „aggressi­ve“ sem hef­ur vantað í síðustu leiki og þetta var bara geggjaður sig­ur,“ sagði Bene­dikt í viðtali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Liðið tapaði 3:0 gegn Aft­ur­eld­ingu í síðasta leik og það var allt annað að sjá liðið í dag.

Hvað breytt­ist á milli þess­ara leikja?

„Helst bara hvernig við kom­um inn í leik­inn. Við vor­um bún­ir að tala mikið sam­an um það í vik­unni að vera ákveðnari og harðir og það er svona það sem vantaði í síðasta leik. Mér fannst við gera mjög vel í dag:“

Bene­dikt átti sjálf­ur mjög góðan leik og var með tvær stoðsend­ing­ar.

„Mér leið bara fínt í kvöld. Við erum bún­ir að tapa þrem­ur leikj­um í röð og vinn­um í dag og mér líður mjög vel með þenn­an sig­ur hjá liðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert