Valur fór heldur illa með Skagamenn þegar liðin mættust á Hlíðarenda í kvöld í 6. umferð efstu og Bestu deild karla í fótbolta því á tveimur mínútum í upphafi síðari hálfleiks breytti Valur stöðunni í 3:0.
Þar með fór mesta bitið úr gestunum á meðan Valsmenn linntu ekki látunum og unnu loks 6:1 en þessi mörk voru tvennur frá Patrik Pedersen, Tryggva Hrafni Haraldssyni og Lúkasi Loga Heimissyni. Með sigrinum komst Valur upp í 5. sæti deildarinnar en ÍA er enn í því tíunda.
Leikurinn fór af stað og ekki mikið um tilþrif en frekar að sóknir Vals væru þyngri en vörn Skagamanna var vel á verði og tókst að koma í veg fyrir góðu færi.
Engu að síður kom fyrsta markið á 16. mínútur þegar Lúkas Logi Heimisson stökk á sendingu Birkis Heimissonar frá vinstri og skoraði af stuttu færi, staðan 1:0.
Valsmenn ætluðu sér að fylgja markinu eftir og tókst að efna í nokkrar góðar skyndisóknir en færin létu á sér standa. Það var því frekar að gestirnir frá Akranesi bættu í sinn sóknarleik og nokkrum sinnum voru vænlegar sóknir í gangi en færin létu á sér standa.
Það var ekki fyrr en á 43. mínútu að næsta góða færið kom þegar Skagamenn sóttu hart svo heimamenn voru næstum allir komnir í vörnina og boltinn barst yfir á hægri kant þar sem Jón Gísli Eyland þrumaði rétt utan við markteigshornið en Frederik Schram varði í horn.
Síðari hálfleikur byrjaði með látum. Fyrst skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson í autt markið á 47. mínútu þegar hann fékk frábæra stungusendingu Patrik Pedersen inn fyrir vörn ÍA, lék á markmanninn kom Val í 2:0.
Aðeins var liðin mínúta þar Patrik sjálfur skoraði með skalla af stuttu færi eftir frábæra hnitmiðaða þversendingu Birkis frá hægra kanti og staðan 3:0.
Hremmingum Akurnesinga var ekki lokið því á 58. mínútu sendi Birkir boltann inn í teig frá hægri kanti, Lúka Logi hoppaði yfir boltann sem rann þá fyrir Patrik, sem þrumaði upp í þaknetið úr miðjum vítateig ÍA til að koma Val í 4:0.
Á 70. mínútu skoraði Lúkas Heimir aftur eftir skot, sem hefði líka getað verið fyrirgjöf en boltann skoppaði undir markmann ÍA. Staðan 5:0.
Aðeins fjórum mínútur síðar var Valur kominn í 6:0 forystu þegar Tryggvi Hrafn fékk sendingu vinstra megin í vítateigs þar sem hann lagði boltann fyrir sig og skaut af öryggi í hægra hornið, staðan 6:0.
Skagamenn skoruðu sárabótarmark í lokin en tæpt var það. Brotið var á Viktori Jónssyni, sem var að sleppa í gegn og fékk hann víti. Tók það sjálfur en Fredrik í marki Vals varði, missti samt boltann út í teig þar sem Viktor stökk til og þrumaði upp í hornið, staðan 6:1.