Rándýrar tvær mínútur og þrjár tvennur

Valsmenn fagna marki í kvöld.
Valsmenn fagna marki í kvöld. Ljósmynd/Birta Björgvinsdóttir

Val­ur fór held­ur illa með Skaga­menn þegar liðin mætt­ust á Hlíðar­enda í kvöld í 6. um­ferð efstu og Bestu deild karla í fót­bolta því á tveim­ur mín­út­um í upp­hafi síðari hálfleiks breytti Val­ur stöðunni í 3:0. 

Þar með fór mesta bitið úr gest­un­um á meðan Vals­menn linntu ekki lát­un­um og unnu loks 6:1 en þessi mörk voru tvenn­ur frá Pat­rik Peder­sen, Tryggva Hrafni Har­alds­syni og Lúkasi Loga Heim­is­syni.   Með sigr­in­um komst Val­ur upp í 5. sæti deild­ar­inn­ar en ÍA er enn í því tí­unda.

Leik­ur­inn fór af stað og ekki mikið um tilþrif en frek­ar að sókn­ir Vals væru þyngri en vörn Skaga­manna var vel á verði og tókst að koma í veg fyr­ir góðu færi.

Engu að síður kom fyrsta markið á 16. mín­út­ur þegar Lúkas Logi Heim­is­son stökk á send­ingu Birk­is Heim­is­son­ar frá vinstri og skoraði af stuttu færi, staðan 1:0.

Vals­menn ætluðu sér að fylgja mark­inu eft­ir og tókst að efna í nokkr­ar góðar skynd­isókn­ir en fær­in létu á sér standa.  Það var því frek­ar að gest­irn­ir frá Akra­nesi bættu í sinn sókn­ar­leik og nokkr­um sinn­um voru væn­leg­ar sókn­ir í gangi en fær­in létu á sér standa.

Það var ekki fyrr en á 43. mín­útu að næsta góða færið kom þegar Skaga­menn sóttu hart svo heima­menn voru næst­um all­ir komn­ir í vörn­ina og bolt­inn barst yfir á hægri kant þar sem Jón Gísli Ey­land þrumaði rétt utan við markteigs­hornið en Frederik Schram varði í horn.

Síðari hálfleik­ur byrjaði með lát­um.  Fyrst skoraði Tryggvi Hrafn Har­alds­son í autt markið á 47. mín­útu þegar hann fékk frá­bæra stungu­send­ingu Pat­rik Peder­sen inn fyr­ir vörn ÍA, lék á mark­mann­inn kom Val í 2:0.

Aðeins var liðin mín­úta þar Pat­rik sjálf­ur skoraði með skalla af stuttu færi eft­ir frá­bæra hnit­miðaða þversend­ingu Birk­is frá hægra kanti og staðan 3:0.

Hremm­ing­um Ak­ur­nes­inga var ekki lokið því á 58. mín­útu sendi Birk­ir bolt­ann inn í teig frá hægri kanti, Lúka Logi hoppaði yfir bolt­ann sem rann þá fyr­ir Pat­rik, sem þrumaði upp í þak­netið úr miðjum víta­teig ÍA til að koma Val í 4:0.

Á 70. mín­útu skoraði Lúkas Heim­ir aft­ur eft­ir skot, sem hefði líka getað verið fyr­ir­gjöf en bolt­ann skoppaði und­ir mark­mann ÍA.  Staðan 5:0.

Aðeins fjór­um mín­út­ur síðar var Val­ur kom­inn í 6:0 for­ystu þegar Tryggvi Hrafn fékk send­ingu vinstra meg­in í víta­teigs þar sem hann lagði bolt­ann fyr­ir sig og skaut af ör­yggi í hægra hornið,  staðan 6:0.

Skaga­menn skoruðu sára­bót­ar­mark í lok­in en tæpt var það.  Brotið var á Vikt­ori Jóns­syni, sem var að sleppa í gegn og fékk hann víti.  Tók það sjálf­ur en Fredrik í marki Vals varði, missti samt bolt­ann út í teig þar sem Vikt­or stökk til og þrumaði upp í hornið, staðan 6:1.

Jónatan Ingi Jónsson á boltanum í kvöld.
Jónatan Ingi Jóns­son á bolt­an­um í kvöld. Ljós­mynd/​Birta Björg­vins­dótt­ir
Val­ur 6:1 ÍA opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka