Vonandi VAR til Íslands sem fyrst

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aft­ur­eld­ing mátti þola 2:0-tap gegn Vestra í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í dag. Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar mætti í viðtal eft­ir leik­inn og hafði þetta að segja:

„Ég er svekkt­ur, mér fannst frammistaðan á löng­um köfl­um allt í lagi en á augna­blik­un­um í leikn­um þar sem þeir skora þessi mörk verj­umst við ekki nógu vel, það er ekki gott. Ég vil óska Vestra til ham­ingju með sig­ur­inn, þeir vörðust vel og nýttu sín­ar sókn­ir bet­ur en við. Að sama skapi þurf­um við að líta inn á við og gera bet­ur í sókn­ar­leikn­um okk­ar. 

Svo finnst mér við eiga meiri virðingu skilið frá dómur­un­um. Þetta er ann­ar úti­leik­ur­inn í röð, við spiluðum við Fram um dag­inn, við vild­um fá tvær víta­spyrn­ur og þeir skora kol­ó­lög­legt mark. Í dag eig­um við skilið að fá tvær víta­spyrn­ur, ein í fyrri hálfleik þegar brotið var á Aroni og síðan fór bolt­inn í hend­ina á Vestra­mann­in­um hérna í seinni hálfleik. Auðvitað litar þetta leik­inn. 

Við erum komn­ir í deild þeirra bestu og eig­um skilið meiri virðingu en þetta, að mínu mati. Við mun­um líta inn á við og þurf­um að gera bet­ur í leikj­un­um, skor­um ekki í dag og ekki á móti Fram um dag­inn. Það er samt súrt að koma eft­ir leik og sjá að lyk­il­atriðin eru hrein­lega vit­laus. 

Ég veit að það er að fara koma VAR til Íslands og von­andi sem fyrst. Því þetta eru lyk­i­laugna­blik sem breyta leikj­un­um. Vestra-menn voru góðir og verðskulduðu sig­ur­inn en við hefðum kannski verið í jafn­ari stöðu ef við hefðum fengið víti í fyrri hálfleik.“ 

Þið spilið ágæt­is­leik og Vestri á bara tvö skot á markið í leikn­um, en það er ein­hvern veg­inn allt næst­um því í sókn­inni. Ertu sam­mála því? 

„Já, ég er sam­mála því að það vant­ar herslumun­inn. Það er það sem við þurf­um að bæta okk­ur í, við mun­um leita leiða til að bæta okk­ur í því. En við þurf­um líka að fá meiri virðingu, það eru tvö mjög keim­lík atriði í fyrri hálfleik þar sem þeir fá víti en við ekki. Mér finnst það dýrt og svekkj­andi, en svona er þetta.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert