Breiðablik hafði betur gegn FHL, 3:0, í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í 16-liða úrslitum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í dag.
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir kom gestunum yfir eftir aðeins sjö mínútur og Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðablik í 2:0 á 16. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Edith Kristín Kristjánsdóttir skoraði svo þriðja mark Blika á 85. mínútu og leikurinn endaði 3:0.
Þór/KA komst áfram fyrr í dag eftir 6:0-sigur gegn KR. ÍBV og Völsungur mætast síðar í dag en 16-liða úrslitin klárast á morgun.