Blikar áfram í átta liða úrslit

Systurnar Björg Gunnlaugsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í leiknum á …
Systurnar Björg Gunnlaugsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í leiknum á Reyðarfirði í dag. Ljósmynd/Unnar Erlingsson

Breiðablik hafði bet­ur gegn FHL, 3:0, í Fjarðabyggðar­höll­inni á Reyðarf­irði í 16-liða úr­slit­um í bik­ar­keppni kvenna í knatt­spyrnu í dag.

Hrafn­hild­ur Ása Hall­dórs­dótt­ir kom gest­un­um yfir eft­ir aðeins sjö mín­út­ur og Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir kom Breiðablik í 2:0 á 16. mín­útu og þannig var staðan í hálfleik.

Edith Krist­ín Kristjáns­dótt­ir skoraði svo þriðja mark Blika á 85. mín­útu og leik­ur­inn endaði 3:0.

Þór/​KA komst áfram fyrr í dag eft­ir 6:0-sig­ur gegn KR. ÍBV og Völsung­ur mæt­ast síðar í dag en 16-liða úr­slit­in klár­ast á morg­un.

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sækir að marki FHL í dag. Hún …
Hrafn­hild­ur Ása Hall­dórs­dótt­ir sæk­ir að marki FHL í dag. Hún skoraði fyrsta mark Breiðabliks í leikn­um. Hrafn­hild­ur Eik Reimars­dótt­ir til varn­ar. Ljós­mynd/​Unn­ar Erl­ings­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert