FH-ingar gáfu Víkingum þrjú stig

Sveinn Gísli Þorkelsson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark …
Sveinn Gísli Þorkelsson fagnar eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins í Fossvogi í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Vík­ing­ur hafði bet­ur gegn FH, 3:1, á heima­velli í sjöttu um­ferð í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld. 

Vík­ing­ar fara upp í fyrsta sætið og eru þar með 13 stig en FH er með fjög­ur í 11. sæti.

FH-ing­ar byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti og komu sér í góðar stöður en Vík­ing­ar skoruðu fyrsta mark leiks­ins.

Það gerði miðvörður­inn Sveinn Gísli Þorkels­son á 20. mín­útu með skalla eft­ir horn­spyrnu sem Helgi Guðjóns­son tók en þetta var hans fyrsta mark í Bestu deild. 

Böðvar Böðvars­son jafnaði met­in fyr­ir FH-inga þrett­án mín­út­um síðar en það kom einnig eft­ir fast leik­atriði. Kjart­an Kári Finn­boga­son tók auka­spyrnu á miðjum vall­ar­helm­ingi Vík­inga. Hann lét vaða á markið og Pálmi Rafn Ar­in­björns­son kýldi bolt­ann út í miðjan teig­inn þar sem Böðvar var mætt­ur og renndi hon­um í netið.

Vík­ing­ar komust aft­ur yfir eft­ir aðeins þrjár mín­út­ur en það var mjög klaufa­legt sjálfs­mark. Mat­hi­as Rosenörn sendi inn á miðjuna þar sem Tóm­as Orri Ró­berts­son var und­ir mik­illi pressu og sendi krefj­andi send­ingu niður á Mat­hi­as. Ni­kolaj Han­sen var í rang­stöðunni og lét bolt­ann fara á milli fóta sinna sem lík­leg­ast truflaði Mat­hi­as sem horfði bara á á meðan bolt­inn rúllaði í markið. 

Staðan var 2:1 fyr­ir Vík­ing­um í hálfleik og seinni hálfleik­ur var mjög ró­leg­ur þar til FH-ing­ar ákváðu að gefa annað mark. Mat­hi­as var ekk­ert að flækja þetta, sendi bolt­ann bara beint á Daní­el Haf­steins sem þakkaði fyr­ir það með þriðja marki heima­manna.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Vík­ing­ur R. 3:1 FH opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert