Aron Bjarnason skoraði sigurmark Breiðabliks gegn KA í Bestu deild karla í fótbolta á KA-vellinum í dag og var nokkuð sáttur við frammistöðu Kópavogsliðsins.
„Mér fannst frammistaða liðsins ágæt í dag. Það er erfitt að koma hingað á þennan völl og mikilvægt að ná að vinna hérna.
Ég hefði viljað sjá meiri hraða í okkar leik í dag og fleiri marktækifæri, en mikilvægast er að við náðum að sigra. Varnarleikur KA-manna var líka góður í dag," sagði Aron Bjarnason.