Mikilvægt að vinna hérna

Aron Bjarnason á KA-vellinum í dag með Ívar Örn Árnason …
Aron Bjarnason á KA-vellinum í dag með Ívar Örn Árnason fyrirliða KA fyrir aftan sig. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Aron Bjarna­son skoraði sig­ur­mark Breiðabliks gegn KA í Bestu deild karla í fót­bolta á KA-vell­in­um í dag og var nokkuð sátt­ur við frammistöðu Kópa­vogsliðsins.

„Mér fannst frammistaða liðsins ágæt í dag. Það er erfitt að koma hingað á þenn­an völl og mik­il­vægt að ná að vinna hérna.

Ég hefði viljað sjá meiri hraða í okk­ar leik í dag og fleiri mark­tæki­færi, en mik­il­væg­ast er að við náðum að sigra. Varn­ar­leik­ur KA-manna var líka góður í dag," sagði Aron Bjarna­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert