Arnór Borg Guðjohnsen skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Vestra í sigri á nýliðum Aftureldingar, 2:0, sjöttu umferð Bestu deildar karla á Ísafirði í gær.
Diego Montiel kom Vestra yfir á sjöundu mínútu með marki úr vítaspyrnu en Arnór Borg kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.