Þór/KA í átta liða úrslit

Systurnar Amelía og Margrét Árnadætur skoruðu báðar í dag.
Systurnar Amelía og Margrét Árnadætur skoruðu báðar í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór/​KA sigraði KR af miklu ör­yggi á heima­velli í 16-liða úr­slit­um í bik­ar­keppni kvenna í knatt­spyrnu í dag.

Staðan var 3:0 fyr­ir heima­kon­um í hálfleik en mörk­in skoruðu Sandra María Jessen, Amal­ía Árna­dótt­ir og Sandra María Jessen.

Þær Mar­grét Árna­dótt­ir, Emel­ía Ósk Kru­ger og Bríet Fjóla Bjarna­dótt­ir bættu svo við einu marki hver í seinni hálfleik.

FHL og Breiðablik og ÍBV og Völsung­ur mæt­ast síðar í dag. Stjarn­an og Tinda­stóll. HK og Grinda­vík/​Njarðvík, Fram og Val­ur, Fylk­ir og FH og Þrótt­ur og Vík­ing­ur mæt­ast á mánu­dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert