Þór/KA sigraði KR af miklu öryggi á heimavelli í 16-liða úrslitum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í dag.
Staðan var 3:0 fyrir heimakonum í hálfleik en mörkin skoruðu Sandra María Jessen, Amalía Árnadóttir og Sandra María Jessen.
Þær Margrét Árnadóttir, Emelía Ósk Kruger og Bríet Fjóla Bjarnadóttir bættu svo við einu marki hver í seinni hálfleik.
FHL og Breiðablik og ÍBV og Völsungur mætast síðar í dag. Stjarnan og Tindastóll. HK og Grindavík/Njarðvík, Fram og Valur, Fylkir og FH og Þróttur og Víkingur mætast á mánudaginn.