FH áfram sannfærandi – HK vann 1. deildarslaginn

FH-ingar eru komnir áfram.
FH-ingar eru komnir áfram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH vann góðan útisig­ur á Fylki, 4:1, í 16-liða úr­slit­um bik­ar­keppni kvenna í knatt­spyrnu á Fylk­is­velli í Árbæn­um í kvöld. 

FH er komið í átta liða úr­slit­in en liðið hef­ur einnig farið mjög vel af stað í Bestu deild­inni. 

Maya Han­sen og Ída Marín Her­manns­dótt­ir skoruðu sitt­hvor tvö mörk­in fyr­ir FH en Eva Stef­áns­dótt­ir skoraði sára­bót­ar­mark fyr­ir Fylki á 75. mín­útu, 1:4. 

Þá er HK einnig komið í átta liða úr­slit­in eft­ir sig­ur á Grinda­vík/​Njarðvík, 2:0, í 1. deild­ar­leik kvölds­ins í 16-liða úr­slit­un­um í Kórn­um. 

Karlotta Björk Andra­dótt­ir og Rakel Eva Bjarna­dótt­ir skoruðu mörk HK. 

Leik­ur Fram og Vals í Úlfarsár­daln­um fór þá í fram­leng­ingu eft­ir að venju­leg­um leiktíma lauk með 2:2-jafn­tefli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert