FH vann góðan útisigur á Fylki, 4:1, í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Fylkisvelli í Árbænum í kvöld.
FH er komið í átta liða úrslitin en liðið hefur einnig farið mjög vel af stað í Bestu deildinni.
Maya Hansen og Ída Marín Hermannsdóttir skoruðu sitthvor tvö mörkin fyrir FH en Eva Stefánsdóttir skoraði sárabótarmark fyrir Fylki á 75. mínútu, 1:4.
Þá er HK einnig komið í átta liða úrslitin eftir sigur á Grindavík/Njarðvík, 2:0, í 1. deildarleik kvöldsins í 16-liða úrslitunum í Kórnum.
Karlotta Björk Andradóttir og Rakel Eva Bjarnadóttir skoruðu mörk HK.
Leikur Fram og Vals í Úlfarsárdalnum fór þá í framlengingu eftir að venjulegum leiktíma lauk með 2:2-jafntefli.