Tindastóll er kominn áfram í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Stjörnunni, 3:1, í Garðabænum í kvöld.
Katherine Pettet kom Tindastóli yfir á 58. mínútu en Snædís María Jörundsdóttir jafnaði í 1:1 í blálok venjulegs leiktíma og því þurfti framlengingu til að útkljá málin.
Þar reyndust gestirnir frá Sauðárkróki sterkari. María Dögg Jóhannesdóttir kom Tindastóli í 2:1 á 94. mínútu og Saga Ísey Þorsteinsdóttir innsiglaði síðan sigur norðankvenna 20 mínútum síðar, 3:1.