Tindastóll áfram eftir framlengingu í Garðabæ

Andrea Mist Pálsdóttir með boltann í kvöld en Katherine Pettet …
Andrea Mist Pálsdóttir með boltann í kvöld en Katherine Pettet sækir að henni. mbl.is/Karítas

Tinda­stóll er kom­inn áfram í átta liða úr­slit bik­ar­keppni kvenna í knatt­spyrnu eft­ir góðan útisig­ur á Stjörn­unni, 3:1, í Garðabæn­um í kvöld. 

Kat­her­ine Pettet kom Tinda­stóli yfir á 58. mín­útu en Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir jafnaði í 1:1 í blálok venju­legs leiktíma og því þurfti fram­leng­ingu til að út­kljá mál­in. 

Þar reynd­ust gest­irn­ir frá Sauðár­króki sterk­ari. María Dögg Jó­hann­es­dótt­ir kom Tinda­stóli í 2:1 á 94. mín­útu og Saga Ísey Þor­steins­dótt­ir inn­siglaði síðan sig­ur norðan­k­venna 20 mín­út­um síðar, 3:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert