Bikarmeistarar Vals eru komnir áfram eftir sigur á Fram, 3:2, í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Úlfarsárdalnum í kvöld.
Valskonur hafa byrjað tímabilið brösuglega í deildinni en Nadía Ataldóttir kom þeim yfir á þriðju mínútu leiksins.
Lily Farkas jafnaði hins vegar metin fyrir Framkonur á 10. mínútu og Alda Ólafsdóttir kom þeim yfir á 23. mínútu, 2:1, sem var staðan í fyrri hálfleik.
Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði metin fyrir Val á 66. mínútu, 2:2, en ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma.
Jordyn Rhodes skoraði síðan sigurmark Vals á 111. mínútu.