Valur áfram eftir framlengingu

Valskonur fagna marki Nadíu Atladóttur.
Valskonur fagna marki Nadíu Atladóttur. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Bikar­meist­ar­ar Vals eru komn­ir áfram eft­ir sig­ur á Fram, 3:2, í bik­ar­keppni kvenna í knatt­spyrnu í Úlfarsár­daln­um í kvöld. 

Valskon­ur hafa byrjað tíma­bilið brös­ug­lega í deild­inni en Nadía Ataldótt­ir kom þeim yfir á þriðju mín­útu leiks­ins. 

Lily Farkas jafnaði hins veg­ar met­in fyr­ir Fram­kon­ur á 10. mín­útu og Alda Ólafs­dótt­ir kom þeim yfir á 23. mín­útu, 2:1, sem var staðan í fyrri hálfleik. 

Jasmín Erla Inga­dótt­ir jafnaði met­in fyr­ir Val á 66. mín­útu, 2:2, en ekki var meira skorað í venju­leg­um leiktíma. 

Jor­dyn Rhodes skoraði síðan sig­ur­mark Vals á 111. mín­útu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert