Sannfærandi Þórsarar í átta liða úrslit

Þórsarar flugu inn í átta liða úrslit í kvöld.
Þórsarar flugu inn í átta liða úrslit í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í fót­bolta með útisigri á Sel­fossi, 4:1. Bæði lið leika í 1. deild en Þórsar­ar voru mun sterk­ari aðil­inn á Sel­fossi í kvöld.

Ibra­hima Balde var í stuði í upp­hafi leiks því hann skoraði fyrsta markið strax á 2. mín­útu og annað markið á 15. mín­útu.

Ingimar Arn­ar Kristjáns­son kom Þór í 3:0 á 38. mín­útu, áður en Aron Lucas Vo­kes minnkaði mun­inn á 43. mín­útu.

Þór átti hins veg­ar loka­orðið því Ein­ar Freyr Hall­dórs­son skoraði fjórða markið á 54. mín­útu og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert