Hefndin er sæt

Eyjamenn fagna einu marka sinna í Laugardalnum í kvöld.
Eyjamenn fagna einu marka sinna í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Karítas

Með skyn­semi að vopni í bland við smá heppni  vann ÍBV 4:2 sig­ur á KR þegar liðin mætt­ust í 16-liða bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu á heima­velli Þrótt­ar í Laug­ar­dal í kvöld.

KR var meira með bolt­ann og réði mest á miðjunni en Eyja­menn voru með þétta vörn og öfl­uga fram­línu þar sem Oli­ver Heiðars­son og Omar Sowe hrelldu KR-inga hressi­lega.  Hefnd­in var sæt því KR vann ÍBV fyr­ir nokkr­um dög­um síðan í deild­inni á sama velli, 4:1.

Vest­ur­bæ­ing­ar ætluðu sér að ná strax und­ir­tök­un­um og gerðu það en tókst ekki að búa til dauðafærið á meðan Eyja­menn reyndu að halda þéttri vörn og bíða svo eft­ir góðri skynd­isókn.  Þetta gekk allt aft­ur, KR-ing­ar mun hættu­legri en Oli­ver Heiðars­son og Omar Sowe sáu að mestu um að hrella vörn KR í snögg­um sókn­um.

Mark lá svo sem í loft­inu og á 24. mín­útu fékk Atli Sig­ur­jóns­son upp­lagt færi en Hjörv­ar Daði Arn­ars­son markmaður ÍBV varði af stuttu færi.

Hann sá þó ekki við Atla á 29. mín­útu, sem fékk frá­bæra send­ingu Arons Þórðar Al­berts­son­ar upp hægri kant­inn inn í víta­teig­inn og lyfti bolt­an­um fyr­ir Hjörv­ar í mark­inu.  Frá­bær af­greiðsla og KR komn­ir í 1:0.

Gleðin stóð þó aðeins yfir í þrjár mín­út­ur því á þeirri 32. var Þor­lák­ur Breki Baxter með bolt­ann rétt utan við víta­teig KR, sendi svo inn í víta­teig hægra meg­in þar sem Oli­ver Heiðars­son kom á fullri ferð og þrumaði upp í þak­netið.  Staðan jöfn, 1:1.

Næsta góða færi var Vest­mann­ey­ing­ar þegar Oli­ver fékk góða send­ingu upp völl­inn, hristi af sér varn­ar­mann KR en Hall­dór Snær Georgs­son markmaður KR kom vel út á móti.  Góður sprett­ur en samt enn bet­ur varið.

Síðari hálfleik­ur byrjaði á svipuðum nót­um og sá fyrri nema núna byrjuðu Eyja­menn strax að herja á heima­menn og Omar Sowe var tvisvar mjög ná­lægt því að skora eft­ir snögga sókn en tókst ekki.

Á 64. mín­útu gekk snögg sókn ÍBV eft­ir þegar Omar Sowe fékk bolt­ann al­veg út við hægra kant og sendi þvert inná völl­inn þar sem Her­mann Þór Ragn­ars­son kom á fleygi­ferð og skaut vand­lega fram­hjá markverði KR.  Staðan 1:2.

KR-ing­um var brugðið en héldu áfram og byrjuðu að láta Vest­manna­ey­inga hafa nóg að gera.  Eft­ir þrumu­skot Al­ex­and­ers Rafns Pálma­son­ar og annað frá Ástbirni í 72. mín­út fékk KR horn og úr því skoraði Guðmund­ur Andri Tryggva­son af stuttu færi, staðan 2:2.

Þegar virt­ist sem KR væri að taka leik­inn al­veg sín­ar hend­ur tóku Eyja­menn við sér og á 81. mín­útu fékk Oli­ver að skeiða upp hægri kant­inn og á móts við markteigs­hornið, renndi hann bolt­an­um þvert á Omar, sem skaut og þó Hall­dór í marki KR næði að koma við bolt­ann var það ekki nóg.  Staðan 2:3.

Eyja­menn voru komn­ir á bragðið og eft­ir vand­ræðagang í vörn KR á 90. mín­útu, fékk Oli­ver bolt­inn í miðjum víta­teig KR og hon­um brást ekki boga­list­inn þegar hann þrumaði und­ir mark­mann KR.  Staðan 2:4 og bara upp­bót­ar­tími eft­ir.

Heima­menn, þó það sé skrýtið að segja KR heima­menn á heima­velli Þrótt­ar, voru betri og höfðu góð tök á vell­in­um þar sem Hjalti Sig­urðsson og Finn­ur Tóm­as Pálma­son fóru fyr­ir vörn­inni, Al­ex­and­er Helgi Sig­urðsson og Aron Þórður Al­berts­son voru góðir á miðjunni en sá síðar­nefndi þurfti að fara meidd­ur aft­ur hálf­tíma leik.   Það var svo Atli, sem skapaði mestu hætt­una með góðum sprett­um upp hægri kant­inn.

Hjá gest­un­um úr Eyj­um bar mest á Omar Sowe þegar hann var að hrella vörn KR en Oli­ver var þó meira á ferðinni og skapaði meiri hættu.  Sig­urður Arn­ar Magnús­son og Matti­as Ede­land voru í miðri vörn­inni og náðu að koma í veg fyr­ir að KR-ing­ar slyppu svo auðveld­lega í gegn.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Oliver Heiðarsson í bikarbaráttu KR og …
Gyrðir Hrafn Guðbrands­son og Oli­ver Heiðars­son í bik­ar­bar­áttu KR og ÍBV í kvöld. mbl.is/​Karítas
Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

KR 2:4 ÍBV opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert