Omar okkar banabiti

KR-ingurinn Alexander Helgi Sigurðarson með boltann í leiknum í kvöld.
KR-ingurinn Alexander Helgi Sigurðarson með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Karítas

Við réðum bara ekki við Omar Sowe og það varð okk­ar bana­biti í dag,“ sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son þjálf­ari KR eft­ir 2:4 tap fyr­ir ÍBV er liðin átt­ust við í 16-liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í kvöld á Þrótt­ara­vell­in­um.

Mér fannst margt ágætt í þess­um leik og spiluðum eins og við spil­um en það útheimt­ir að menn klári sig einn á móti ein­um en við réðum ekki við Omar og því fór sem fór.“

KR vann ÍBV 4:1 fyr­ir fjór­um dög­um en þjálf­ar­inn sagði það ekki hafa áhrif. „Sá leik­ur skipti engu máli, nýr dag­ur og nýr leik­ur svo hann hafði enga þýðingu en þessi leik­ur þróaðist aðeins öðru­vísi en leik­ur­inn í deild­inni því Eyja­menn voru nú held­ur bein­skeitt­ari og við verðum að geta staðið bet­ur á  móti þess­um leikstíl.  Það sem býður okk­ar er að læra af þess­um leik.  Eng­inn inni í klef­an­um hjá held­ur að KR sé full­mótað lið og kunni allt og geti brugðist við öllu, bætti Óskar Hrafn við og það þurfi að halda áfram.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.
Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari KR. mbl.is/​Krist­inn Steinn

Sárt að tapa en lær­um af því

„Auðvitað er alltaf sárt að tapa í bik­arn­um og sárt að tapa fót­bolta­leikj­um en þessi leik­ur mun nýt­ast okk­ur vel í lær­dóm.   Þetta er eins og svo margt annað – að læra að hjóla er að setj­ast á reiðhjól og detta en ef þú stend­ur ekki upp aft­ur þá lær­ir þú ekki að hjóla.  Við þurf­um nú að fara upp á reiðhjólið og halda áfram,“ bætti þjálf­ar­inn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert