Þrenna og Keflavík í átta liða úrslit

Muhamed Alghoul skoraði þrennu fyrir Keflavík í kvöld.
Muhamed Alghoul skoraði þrennu fyrir Keflavík í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kefl­vík­ing­ar tryggðu sér sæti í átta liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu með því að sigra Vík­ing frá Ólafs­vík, 5:2, á grasvell­in­um í Kefla­vík.

Mohamed Al­g­houl skoraði þrennu fyr­ir Kefl­vík­inga og þeir Ari Steinn Guðmunds­son og Kári Sig­fús­son skoruðu sitt markið hvor.

Luis Romero og Kwame Quee skoruðu fyr­ir Ólafa­vík­inga sem voru með for­ystu, 2:1, um nokk­urt skeið í fyrri hálfleikn­um, eft­ir að Al­g­houl hafði skorað fyrsta mark leiks­ins á fjórðu mín­útu.

Ari Steinn jafnaði fyr­ir Kefla­vík í lok fyrri hálfleiks og liðið gerði út um leik­inn með þrem­ur mörk­um á fyrsta kort­eri síðari hálfleiks.

Al­g­houl skoraði þriðja mark sitt og fimmta mark Kefla­vík­ur eft­ir að Jón Krist­inn Elías­son markvörður Ólafs­vík­inga hafði varið frá hon­um víta­spyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert