Fengu styrk úr minningarsjóði Egils Hrafns

Frá afhendingunni á föstudagskvöldið.
Frá afhendingunni á föstudagskvöldið. Ljósmynd/Hulda Margrét

Fylk­ir og Sel­foss fengu á föstu­dag­inn var styrki úr minn­ing­ar­sjóði Eg­ils Hrafns Gúst­afs­son­ar, til efl­ing­ar á starfi í 2. flokki hjá báðum fé­lög­un­um.

Styrk­irn­ir voru af­hent­ir fyr­ir viður­eign fé­lag­anna í 1. deild karla sem fram fór á Fylk­is­vell­in­um í Árbæ.

Eg­ill Hrafn lést 25 maí 2023, aðeins 17 ára gam­all, en hann spilaði með Fylki upp alla yngri flokk­anna og dvaldi einnig stór­an hluta upp­vaxt­ar­ár­anna á Sel­fossi.

Í kjöl­far and­láts hans var stofnaður minn­ing­ar­sjóður til að heiðra minn­ingu hans. Sjóður­inn hef­ur það að mark­miði að styðja við verk­efni sem hvetja ung­menni á aldr­in­um 16–20 ára til áfram­hald­andi þátt­töku í íþrótta- og tóm­stund­a­starfi og þar er leik­gleði, ást á fót­bolt­an­um og skemmt­un höfð að leiðarljósi.

Nán­ar um minn­ing­ar­sjóðinn og Egil

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert