Knattspyrnumaðurinn Viktor Örlygur Andrason hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt Víking úr Reykjavík sem gildir út árið 2028.
Viktor Örlygur er 25 ára gamall og hefur leikið með Víkingi alla tíð. Hann lék sína fyrstu leiki í efstu deild fyrir Víking sumarið 2016 og hefur verið stór hluti af mögnuðum uppgangi liðsins undanfarin ár.
Varð Viktor Örlygur Íslandsmeistari með Víkingum árin 2021 og 2023 auk þess að verða bikarmeistari árin 2019, 2021, 2022 og 2023.
Þá tók hann þátt í Evrópuævintýri Víkinga í Sambandsdeildinni, en liðið tapaði naumlega fyrir gríska stórliðinu Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar í febrúar síðastliðnum.