Viktor framlengir í Víkinni

Viktor Örlygur Andrason.
Viktor Örlygur Andrason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnumaður­inn Vikt­or Örlyg­ur Andra­son hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við upp­eld­is­fé­lag sitt Vík­ing úr Reykja­vík sem gild­ir út árið 2028.

Vikt­or Örlyg­ur er 25 ára gam­all og hef­ur leikið með Vík­ingi alla tíð. Hann lék sína fyrstu leiki í efstu deild fyr­ir Vík­ing sum­arið 2016 og hef­ur verið stór hluti af mögnuðum upp­gangi liðsins und­an­far­in ár.

Varð Vikt­or Örlyg­ur Íslands­meist­ari með Vík­ing­um árin 2021 og 2023 auk þess að verða bikar­meist­ari árin 2019, 2021, 2022 og 2023.

Þá tók hann þátt í Evr­ópuæv­in­týri Vík­inga í Sam­bands­deild­inni, en liðið tapaði naum­lega fyr­ir gríska stórliðinu Pan­athinai­kos í um­spili um sæti í 16-liða úr­slit­um keppn­inn­ar í fe­brú­ar síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert