Í hópnum þrátt fyrir ekkert leikform

Hörður Björgvin Magnússon lék síðast með landsliðinu árið 2023.
Hörður Björgvin Magnússon lék síðast með landsliðinu árið 2023. mbl.is/Eyþór Árnason

Hörður Björg­vin Magnús­son er í landsliðshópi Íslands í fót­bolta fyr­ir vináttu­leik­ina við Norður-Írland og Skot­land á Bret­lands­eyj­um í næsta mánuði.

Hörður hef­ur verið mjög mikið frá keppni und­an­far­in tvö ár vegna meiðsla en hann fékk sín­ar fyrstu mín­út­ur á tíma­bil­inu er hann kom inn á sem varamaður í leik Pan­athinai­kos gegn Olymp­iacos í grísku úr­vals­deild­inni í vik­unni.

„Hörður hef­ur æft vel í mánuð og fékk ein­hverj­ar mín­út­ur í síðasta leik. Leik­formið er hins veg­ar ekk­ert. Við erum núna með 24 leik­menn í staðinn fyr­ir 23, til að gefa hon­um tæki­færi á að kynn­ast okk­ar leikstíl.

Hann verður von­andi lyk­ilmaður í okk­ar hóp í haust og þá þarf ekki að byrja þann glugga á að byrja upp á nýtt hvað það varðar.

Mögu­lega fær hann mín­út­ur. Þetta er kær­komið tæki­færi fyr­ir báða aðila að kynn­ast hvor öðrum,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son landsliðsþjálf­ari á blaðamanna­fundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert