Þróttur kláraði FH í fyrri hálfleik

Freyja Karín Þorvarðardóttir er búin að skora tvö mörk í …
Freyja Karín Þorvarðardóttir er búin að skora tvö mörk í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Þrótt­ur hafði bet­ur gegn FH í marka­leik í sjöttu um­ferð í Bestu deild kvenna í Laug­ar­daln­um í kvöld. Leik­ur­inn endaði 4:1 fyr­ir Þrótt sem tók annað sætið af FH með sigr­in­um.

Þrótt­ar­ar byrjuðu af mikl­um krafti og Freyja Karín Þor­varðardótt­ir skoraði fyrsta mark liðsins eft­ir aðeins þrjár mín­út­ur. Það kom lang­ur bolti í átt að teign­um, tveir varn­ar­menn FH flækt­ust hver fyr­ir öðrum svo Freyja tók bolt­ann og setti hann í markið.

Unn­ur Dóra Bergs­dótt­ir kom Þrótti í 2:0 þegar sex mín­út­ur voru liðnar. Freyja kom með flotta send­ingu á teig­inn beint á Carol­ine Mur­rey sem hitti bolt­ann illa, skotið var á leiðinni fram hjá en Unn­ur Dóra var mætt á fjær og potaði hon­um í markið.

 FH minnkaði mun­inn í 2:1 á 24. mín­útu en það skoraði Thelma Kar­en Pálma­dótt­ir. Það kom löng send­ing upp völl­inn og Thelma tók bolt­ann með sér inn á völl­inn, Mol­lee Smith kom langt úr mark­inu en Thelma fór fram hjá henni og setti bolt­ann í autt markið.

Von­ir FH um að jafna lifðu stutt en Þór­dís Elva Ágústs­dótt­ir skoraði þriðja mark liðsins aðeins fjór­um mín­út­um síðar. Hún fór með bolt­ann upp við endalín­una og kom með skot/​fyr­ir­gjöf og Al­dís Guðlaugs­dótt­ir varð fyr­ir því óláni að verja bolt­ann inn. 

Freyja Karín skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þrótt­ara und­ir lok fyrri hálfleiks. Þrótt­ur fékk innkast hátt uppi á vell­in­um, Freyja vann bar­átt­una um bolt­ann við mátt­lausa FH-inga og setti bolt­ann í netið. Staðan 4:1 í hálfleik.

Leik­ur­inn var ró­leg­ur í seinni hálfleik og leik­ur­inn endaði 4:1.

Þrótt­ur R. 4:1 FH opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert