„Hann er stór strákur“

Hólmar Örn Eyjólfsson.
Hólmar Örn Eyjólfsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er ör­ugg­lega heilt yfir sann­gjörn niðurstaða,“ sagði Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son leikmaður Vals eft­ir 2:1-tap liðsins gegn Breiðablik í Bestu deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

Var þetta sann­gjörn niðurstaða í kvöld?

„Já mögu­lega, við vor­um ekki nógu góðir. Við vor­um ekki á leikn­um okk­ar. Við byrjuðum fyrri hálfleik­inn svo­lítið lagt frá mönn­um og þeir voru að valda okk­ur vand­ræðum með því að skipta um stöður og svo­leiðis en mér fannst við ná aðeins betri tök­um á því í seinni hálfleik.“ 

Þið skoruðuð samt eft­ir þrjár mín­út­ur og voruð yfir fyrsta hálf­tím­ann.

 „Það skipt­ir engu máli hvort þú skor­ir. Mér fannst við bara ekki kom­ast í neitt ein­vígi. Vor­um langt frá mönn­um og ein­hvern veg­inn hvorki neðarlega né að hápressa þá. Mér fannst þetta lé­legt hjá okk­ur í fyrri en skárri í seinni. Eins og þú seg­ir þá skoruðum við í fyrri og töp­um seinni 1:0 en það var samt aðeins betri brag­ur á liðinu og meiri vilji í seinni hálfleik.“

Orri SIgurður Ómarsson í leiknum í kvöld.
Orri SIg­urður Ómars­son í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Val­ur skoraði í upp­bót­ar­tíma en markið var dæmt af þar sem Hólm­ar ýtti Vikt­ori Erni Magnús­syni inni í teign­um.

Ertu sátt­ur með dómgæsl­una í kvöld?

„Nei, alls ekki. Það er kýt­ing­ur í box­inu. Mér er ýtt tvisvar og svo ýti ég einu sinni en mun­ur­inn er sá að hann dett­ur, hann er stór strák­ur, ég hélt að hann myndi standa þetta af sér. Þetta er virki­lega svekkj­andi, menn þurfa að fá að kýt­ast aðeins og það voru nokkr­ar ákv­arðanir sem hefðu getað fallið okk­ar meg­in.“

Val­ur er núna í sjötta sæti með níu stig eft­ir sjö leiki.

„Við erum auðvitað ekki sátt­ir með stöðuna eins og er en mótið er ekki hálfnað svo við hörf­um enn þá tíma til að rífa okk­ur í gang og sækja fleiri stig en við hefðum líka viljað verið með fleiri stig fyr­ir leik­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert