Stórkostlegt sigurmark Úlfu (myndskeið)

Úlfa Dís skoraði glæsilegt mark.
Úlfa Dís skoraði glæsilegt mark. mbl.is/Eyþór

Úlfa Dís Kreye Úlfars­dótt­ir skoraði stór­glæsi­legt sig­ur­mark Stjörn­unn­ar er liðið vann nýliða FHL, 1:0, á heima­velli í Bestu deild kvenna í fót­bolta á laug­ar­dag.

Skoraði Úlfa markið í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks með glæsi­legu lang­skoti upp í skeyt­in fjær. Er Stjarn­an í fimmta sæti með níu stig eft­ir sig­ur­inn. FHL er án stiga á botn­in­um.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert