Óvæntur sigur Hauka - HK í annað sætið

Kristín Fjóla Sigþórsdóttir, fyrirliði Hauka, og Harpa Karen Antonsdóttir úr …
Kristín Fjóla Sigþórsdóttir, fyrirliði Hauka, og Harpa Karen Antonsdóttir úr Fylki í kapphlaupi um boltann í Árbænum í kvöld. mbl.is/Eggert

Nýliðar Hauka unnu óvænt­an sig­ur á Fylki, 2:1, þegar liðin mætt­ust í fjórðu um­ferð 1. deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í Árbæn­um í kvöld.

Berg­lind Þrast­ar­dótt­ir kom Hauk­um yfir á 8. mín­útu en Birna Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir fyr­ir Fylki á 53. mín­útu. Rakel Lilja Hjalta­dótt­ir skoraði síðan sig­ur­mark Hafn­ar­fjarðarliðsins á 83. mín­útu. 

Liðin eru því bæði um miðja deild með sex stig eft­ir fjóra leiki.

ÍA og Kefla­vík skildu jöfn í Akra­nes­höll­inni, 1:1. Sunna Rún Sig­urðardótt­ir kom Skaga­kon­um yfir á 48. mín­útu en Hilda Rún Haf­steins­dótt­ir jafnaði fyr­ir Kefl­vík­inga á 74. mín­útu. Bæði lið eru með fimm stig í sjö­unda og átt­unda sæti deild­ar­inn­ar.

Grinda­vík/​Njarðvík vann drama­tísk­an sig­ur á Gróttu, 3:2, í Njarðvík eft­ir að Seltirn­ing­ar voru tveim­ur mörk­um yfir í hálfleik. Lovísa Scheving og Sigrún Ösp Aðal­geirs­dótt­ir skoruðu þá fyr­ir Gróttu. Danai Kald­aridou, Emma Phillips og Tinna Hrönn Ein­ars­dótt­ir svöruðu fyr­ir Grinda­vík/​Njarðvík í síðari hálfleik og sig­ur­mark Tinnu kom beint úr horn­spyrnu rétt  fyr­ir leiks­lok.

Grinda­vík/​Njarðvík er með sjö stig í þriðja sæti deild­ar­inn­ar en Grótta er með þrjú stig í næst­neðsta sæt­inu.

HK komst í annað sætið með sigri á Aft­ur­eld­ingu í Kórn­um, 3:0. HK er komið með níu stig eins og topplið ÍBV sem vann KR 4:0 fyrr í kvöld en Aft­ur­eld­ing sit­ur eft­ir stiga­laus á botni deild­ar­inn­ar. Isa­bella Eva Ara­dótt­ir skoraði í fyrri hálfleik og Ísa­bel Rós Ragn­ars­dótt­ir bætti við tveim­ur mörk­um í síðari hálfleik eft­ir að hafa komið inn á sem varamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert