Einn sá besti sem hefur spilað í deildinni

Tryggvi Hrafn Haraldsson í eldlínunni í kvöld.
Tryggvi Hrafn Haraldsson í eldlínunni í kvöld. mbl.is/Karítas

„Það var fátt sem skildi að,“ sagði Tryggvi Hrafn Har­alds­son leikmaður Vals í sam­tali við mbl.is eft­ir að hann skoraði sig­ur­mark liðsins í 2:1-sigri á Fram í loka­leik 10. um­ferðar Bestu deild­ar­inn­ar í fót­bolta á Hlíðar­enda í kvöld.

„Mér fannst við vera með yf­ir­hönd­ina fram­an af, við vor­um meira með bolt­ann, átt­um fleiri skot og fleiri færi. Það er erfitt að spila á móti góðu Framliði. Við náðum að skora tvö ágæt­is­mörk og þetta var flott­ur sig­ur,“ sagði hann.

Mikið rok var á Hlíðar­enda í kvöld og hafði það áhrif á leik­inn.

„Það hjálp­ar ekki og við viss­um fyr­ir leik að þetta yrði ekk­ert sér­stak­lega fal­legt. Við reynd­um að spila út eins og við gát­um og láta þetta hafa lít­il áhrif á okk­ur. Við náðum fín­um spilköfl­um inn á milli en svo stopp­ar bolt­inn mikið í loft­inu og það var erfitt að reikna flugið,“ sagði hann.

Tryggvi hrósaði Patrick Pedersen eftir leik.
Tryggvi hrósaði Pat­rick Peder­sen eft­ir leik. mbl.is/​Karítas

Sig­ur­inn var sá þriðji í röð hjá Val eft­ir ró­lega byrj­un á tíma­bil­inu. Liðið er nú aðeins tveim­ur stig­um á eft­ir toppliði Vík­ings.

„Mér finnst ekki mikið hafa breyst. Við erum að loka leikj­un­um bet­ur en í byrj­un móts og í raun bet­ur en síðustu ár. Mér finnst spila­mennsk­an sem slík ekki endi­lega hafa batnað. Við átt­um marga góða leiki sem við unn­um ekki í byrj­un móts. Úrslit­in eru að detta núna en spila­mennsk­an hef­ur ekki mikið breyst,“ sagði Tryggvi.

Skraut­legt sig­ur­mark

Markið hans í kvöld var skraut­legt en Frederik Schram í mark­inu lagði það upp með langri send­ingu fram. Tryggi náði að vippa bolt­an­um yfir Vikt­or Frey Sig­urðsson í marki Fram og skalla bolt­ann í autt markið.

„Ég upp­lifði þetta fyrst og fremst sem skalla­mark, ég skora ekki mikið af þeim. Freddi lagði upp mark á mig fyrr á tíma­bil­inu og í fyrra. Hann veit að ég hleyp alltaf þessa leið og hann er með góða löpp. Varn­ar­maður­inn mis­reiknaði svo bolt­ann sem hjálpaði mér,“ sagði hann.

Pat­rick Peder­sen skoraði ní­unda markið sitt í sum­ar er hann kom Val í 1:0. Hann er marka­hæst­ur í deild­inni og er Tryggvi næst­ur hjá Val með fimm mörk.

„Pat­rick er einn af þeim allra bestu sem hafa spilað í deild­inni og það er ekk­ert nýtt hjá hon­um að skora mörk. Við erum með frá­bæra menn í kring­um okk­ur og al­vöru lið til að skora mörk. Það er gott að ná að skila sínu,“ sagði Tryggvi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert