Ástæða til að hafa áhyggjur?

Þorsteinn Halldórsson og Glódís Perla Viggósdóttir.
Þorsteinn Halldórsson og Glódís Perla Viggósdóttir. mbl.is/Eyþór

Er ástæða til að hafa áhyggj­ur af því að kvenna­landsliðið í fót­bolta skuli ekki vera búið að vinna neinn af síðustu tíu leikj­um sín­um?

Já, sagði Þor­steinn þjálf­ari eft­ir tapið gegn Frökk­um. „Auðvitað vill maður vinna alla fót­bolta­leiki.“

Nei, sagði Gló­dís fyr­irliði. „Við treyst­um á að þetta detti með okk­ur í leikj­un­um sem skipta virki­lega máli á EM.“

Fimm jafn­tefli og fimm töp er upp­sker­an í tíu leikj­um síðan í októ­ber. Á tíu mánuðum þar á und­an vann liðið sjö af tíu leikj­um sín­um.

Af síðustu tíu leikj­un­um hafa átta verið gegn liðum sem eru eða eiga að vera sterk­ari en Ísland.

Jú, það er alltaf áhyggju­efni ef lang­ur tími líður á milli sigra. En það er eng­in ástæða til að fara á taug­um. Ísland mæt­ir Sviss, Nor­egi og Finn­landi á EM í næsta mánuði og hef­ur alla burði til að gera góða hluti þar.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert