Er ástæða til að hafa áhyggjur af því að kvennalandsliðið í fótbolta skuli ekki vera búið að vinna neinn af síðustu tíu leikjum sínum?
Já, sagði Þorsteinn þjálfari eftir tapið gegn Frökkum. „Auðvitað vill maður vinna alla fótboltaleiki.“
Nei, sagði Glódís fyrirliði. „Við treystum á að þetta detti með okkur í leikjunum sem skipta virkilega máli á EM.“
Fimm jafntefli og fimm töp er uppskeran í tíu leikjum síðan í október. Á tíu mánuðum þar á undan vann liðið sjö af tíu leikjum sínum.
Af síðustu tíu leikjunum hafa átta verið gegn liðum sem eru eða eiga að vera sterkari en Ísland.
Jú, það er alltaf áhyggjuefni ef langur tími líður á milli sigra. En það er engin ástæða til að fara á taugum. Ísland mætir Sviss, Noregi og Finnlandi á EM í næsta mánuði og hefur alla burði til að gera góða hluti þar.
Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.