Norðmenn áfram með fullt hús

Martin Ödegaard fyrirliði Noregs með boltann í kvöld. Rocco Robert …
Martin Ödegaard fyrirliði Noregs með boltann í kvöld. Rocco Robert Shein verst honum. AFP/Raigo Pajula

Nor­eg­ur er áfram með fullt hús stiga í I-riðli undan­keppni HM karla í knatt­spyrnu eft­ir naum­an útisig­ur á Eistlandi, 1:0, í Eistlandi í kvöld. 

Norðmenn eru með tólf stig á toppn­um eft­ir fjóra leiki en Eist­land er með þrjú stig í fjórða og næst­neðsta sæti. 

Erl­ing Haaland skoraði sig­ur­mark Nor­egs á 62. mín­útu eft­ir send­ingu í gegn frá Mart­in Ödega­ard. 

Ítal­ir eru þá komn­ir með sín fyrstu þrjú stig í riðlin­um eft­ir sig­ur á Moldóvu, 2:0, í Reggio Em­ilia. 

Þetta var aðeins ann­ar leik­ur Ítal­íu í riðlin­um en liðið tapaði fyr­ir Nor­egi, 3:0, á föstu­dag­inn var. 

Mörk Ítala skoruðu Giacomo Raspa­dori og Andrea Camb­i­a­so en Moldóva er í neðsta sæti riðils­ins án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert