Sannfærandi Víkingar í botnbaráttunni

Bergdís Sveinsdóttir, fyrirliði Víkings, skoraði fyrsta mark Víkings.
Bergdís Sveinsdóttir, fyrirliði Víkings, skoraði fyrsta mark Víkings. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Vík­ing­ur vann mik­il­væg­an sig­ur gegn FHL, 4:0, í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu í Fjarðabyggðar­höll­inni á Reyðarf­irði í dag.

Vík­ing­ur er áfram í ní­unda sæti með sjö stig en FHL er á botn­in­um án stiga.

Fyrri hálfleik­ur var afar ró­leg­ur og lítið af opn­um fær­um. Besta færi fyrri hálfleiks­ins fengu Vík­ing­ar á ní­undu mín­útu þegar Dagný Rún Pét­urs­dótt­ir átti skot í slána eft­ir horn­spyrnu frá Berg­dísi Sveins­dótt­ur.

Staðan var marka­laus í hálfleik.

Eft­ir ró­lega byrj­un á seinni hálfleikn­um kom ótrú­leg­ur kafli Vík­inga sem gerði út um leik­inn.

Á 67. mín­útu náði Vík­ing­ur for­yst­unni eft­ir mark frá fyr­irliðanum Berg­dísi Sveins­dótt­ur. Freyja Stef­áns­dótt­ir kom með háa send­ingu inn á teig­inn sem rataði á Berg­dísi al­eina í teign­um sem lyfti bolt­an­um yfir Keel­an Ter­rell í marki FHL.

Aðeins tveim­ur mín­út­um síðar tvö­faldaði Linda Líf Boama for­ystu Vík­ings. Það kom eft­ir góða send­ingu frá Freyju á vinstri, beint á Lindu á nær­stöng­inni sem skoraði með góðri af­greiðslu.

Dagný Rún Pét­urs­dótt­ir bætti við þriðja marki Vík­inga á 72. mín­útu þegar hún fylgdi eft­ir skoti Lindu Líf sem Ter­rell varði.

Fjórða markið kom á 80. mín­útu þegar Hrafn­hild­ur Eik Reimars­dótt­ir varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark. Berg­dís átti fasta send­ingu fyr­ir markið sem Hrafn­hild­ur stýrði í sitt eigið net.

Mörk­in urðu ekki fleiri í leikn­um og lok­aniðurstaða því ör­ugg­ur sig­ur Vík­inga, 4:0.

FHL 0:4 Vík­ing­ur R. opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert