Stjarnan fyrst til að skáka Þrótti

Sæunn Björnsdóttir spyrnir boltanum í leiknum í dag.
Sæunn Björnsdóttir spyrnir boltanum í leiknum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Stjarn­an vann verðskuldaðan 2:0 sig­ur á toppliði Þrótt­ar í ní­undu um­ferð Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu í dag. Með sigr­in­um varð Stjarn­an fyrsta liðið til þess að fara með sig­ur gegn Þrótti á tíma­bil­inu. 

Þrótt­ur sit­ur í efsta sæti deild­ar­inn­ar með 22 stig en Stjarn­an í því sjötta með 12 stig. 

Þrótt­ar­ar byrjuðu leik­inn af meiri krafti og héldu bet­ur í bolt­ann fyrstu mín­út­urn­ar. Það var því þvert gegn gangi leiks­ins þegar Hrefna Jóns­dótt­ir kom Stjörn­unni 1:0 yfir með góðu skoti af ágætu færi eft­ir rúm­lega tíu mín­útna leik. 

Í kjöl­far marks Stjörn­unn­ar héldu Þrótt­ar­ar áfram að sækja af mikl­um krafti og skapa sér færi en Stjörnu­kon­ur vörðust vel, svöruðu með hættu­leg­um skynd­isókn­um og héldu þar með jafn­ræði og spennu í leikn­um fram til loka fyrri hálfleiks. 

Seinni hálfleik­ur fór ró­lega af stað og var minna um álit­leg færi en í þeim fyrri. Það dró því lítið til tíðinda þangað til á 83. mín­útu þegar Úlfa Dís Kreye kom bolt­an­um í netið eft­ir und­ir­bún­ing frá Fann­eyju Lísu Jó­hanns­dótt­ur og inn­siglaði þar með sterk­an sig­ur heima­kvenna. 

Þrátt fyr­ir tap gegn Stjörn­unni í dag sit­ur Þrótt­ur áfram á toppi Bestu deild­ar­inn­ar með 22 stig að lokn­um níu um­ferðum, en með sigr­in­um fær­ist Stjarn­an í það sjötta með 12 stig. 

Tveir leik­ir eru eft­ir í um­ferðinni og eiga bæði Breiðablik og FH, sem sitja í öðru og þriðja sæti deild­ar­inn­ar, leik á morg­un. Með sigri geta bæði lið jafnað Þrótt að stig­um á toppn­um og þar með hleypt enn meiri spennu í topp­bar­átt­una.  

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Stjarn­an 2:0 Þrótt­ur R. opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert