Knattspyrnumaðurinn Birkir Þorsteinsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta samning við Íslandsmeistara Breiðabliks.
Birkir, sem er aðeins 16 ára gamall, lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki í gær þegar hann kom inn á sem varamaður undir lokin í 2:0-sigri Breiðabliks á ÍBV í Bestu deildinni í Vestmannaeyjum.
Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Breiðabliks segir að Birkir, sem er sóknarmaður, hafi æft reglulega með meistaraflokki að undanförnu þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3. flokki.
Hann á þrjá leiki að baki fyrir U16-ára landslið Íslands og hefur skorað eitt mark í þeim.