Fyrsti leikurinn í gær og samningur í dag

Birkir Þorsteinsson er efnilegur Bliki.
Birkir Þorsteinsson er efnilegur Bliki. Ljósmynd/Breiðablik

Knatt­spyrnumaður­inn Birk­ir Þor­steins­son skrifaði í dag und­ir sinn fyrsta samn­ing við Íslands­meist­ara Breiðabliks.

Birk­ir, sem er aðeins 16 ára gam­all, lék sinn fyrsta leik í meist­ara­flokki í gær þegar hann kom inn á sem varamaður und­ir lok­in í 2:0-sigri Breiðabliks á ÍBV í Bestu deild­inni í Vest­manna­eyj­um.

Í til­kynn­ingu frá knatt­spyrnu­deild Breiðabliks seg­ir að Birk­ir, sem er sókn­ar­maður, hafi æft reglu­lega með meist­ara­flokki að und­an­förnu þrátt fyr­ir að vera enn gjald­geng­ur í 3. flokki.

Hann á þrjá leiki að baki fyr­ir U16-ára landslið Íslands og hef­ur skorað eitt mark í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert