Víkingur á toppinn eftir fimm marka leik

Daníel Hafsteinsson og Aron Sigurðarson í leiknum í kvöld.
Daníel Hafsteinsson og Aron Sigurðarson í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Vík­ing­ur end­ur­heimti topp­sæti Bestu deild­ar karla í fót­bolta með heima­sigri á KR í Reykja­vík­urslag í 11. um­ferðinni á Vík­ings­velli í kvöld, 3:2. Vík­ing­ur er nú með 23 stig, stigi meira en Breiðablik í öðru sæti. KR er áfram í ní­unda sæti með 13 stig.

KR-ing­ar voru kraft­meiri í upp­hafi leiks og var það því gegn gangi leiks­ins þegar Helgi Guðjóns­son kom Vík­ingi yfir á 11. mín­útu úr víti eft­ir að Hall­dór Snær Georgs­son í marki KR tók Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son niður inn­an teigs.

KR-ing­ar jöfnuðu í 1:1 með víti frá Jó­hann­esi Kristni Bjarna­syni hinum meg­in þegar Gabrí­el Hrann­ar Eyj­ólfs­son skaut að marki eft­ir sprett hjá Aroni Sig­urðar­syni. Karl Friðleif­ur Gunn­ars­son kastaði sér fyr­ir bolt­ann og varði með hend­inni. Slapp bakvörður­inn með gult spjald og Jó­hann­es skoraði af ör­yggi.

Karl Friðleif­ur var aft­ur á ferðinni á 43. mín­útu þegar hann slapp í gegn eft­ir glæsi­lega send­ingu frá Matth­íasi Vil­hjálms­syni og skoraði annað mark Vík­ings af ör­yggi.

Aðeins tveim­ur mín­út­um síðar var staðan aft­ur jöfn en þá skoraði Matt­hi­as Præst annað mark KR er hann slapp í gegn eft­ir glæsi­leg­an sprett og send­ingu frá Jó­hann­esi og voru hálfleikstöl­ur 2:2.

Vík­ing­ar voru ekki lengi að kom­ast yfir í þriðja skipti í seinni hálfleik því Gunn­ar Vat­ham­ar skallaði í netið á 49. mín­útu eft­ir góða horn­spyrnu frá Gylfa Þór Sig­urðssyni. Leik­ur­inn róaðist aðeins eft­ir það en Gylfi átti stór­hættu­legt skot í stöng­ina á 70. mín­útu.

Fimm mín­út­um síðar fékk Eiður Gauti gott færi hinum meg­in en setti bolt­ann yfir úr góðri stöðu í teign­um. Nær komust KR-ing­ar ekki og Vík­ing­ar fögnuðu sigri í skemmti­leg­um leik.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Vík­ing­ur R. 3:2 KR opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert