Fram síðasta liðið í undanúrslit

Fred Saraiva og Aron Elí Sævarsson eigast við í kvöld.
Fred Saraiva og Aron Elí Sævarsson eigast við í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úr­slit­um bik­ar­keppni karla í fót­bolta er liðið gerði góða ferð til ná­granna sinna í Aft­ur­eld­ingu og sigraði, 1:0.

Fram komst tvisvar ná­lægt því að skora á tveim­ur mín­út­um. Fyrst varði Jök­ull Andrés­son glæsi­lega frá Vuk Osk­ari Dimitrij­evic á 20. mín­útu og síðan frá Simon Tibbling tveim­ur mín­út­um síðar.

Aft­ur­eld­ing skapaði sér ekki mikið í fyrri hálfleik en Bjarni Páll Linn­et Run­ólfs­son var ná­lægt því að skora fyrsta mark leiks­ins á loka­sek­únd­um hálfleiks­ins en hann skaut í varn­ar­mann og í slána eft­ir send­ingu frá Þórði Gunn­ari Hafþórs­syni.

Var það síðasta færi fyrri hálfleiks og var því ekk­ert skorað fyr­ir hlé.

Jök­ull varði glæsi­lega í þriðja skipti á 48. mín­útu þegar Kennie Chopart sendi í varn­ar­mann og bolt­inn stefndi í hornið niðri en Jök­ull varði stór­glæsi­lega.

Jök­ull kom hins veg­ar eng­um vörn­um við á 68. mín­útu þegar varamaður­inn Freyr Sig­urðsson skoraði fyrsta mark leiks­ins með skalla af stuttu færi eft­ir góða fyr­ir­gjöf frá Vuk Osk­ari frá vinstri. 

Lítið var um færi eft­ir markið en Fram­ar­ar voru lík­legri til að bæta við en Aft­ur­eld­ing, en án ár­ang­urs. Leik­menn og stuðnings­menn Fram fögnuðu því sæti í undanúr­slit­um í leiks­lok.

Aft­ur­eld­ing 0:1 Fram opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert