Þróttur fór aftur upp í toppsæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með útisigri á Fram, 3:1, í Reykjavíkurslag í 10. umferðinni í kvöld. Þróttur er nú með 25 stig, þremur stigum meira en Breiðablik og FH sem eiga leik til góða. Fram er í fimmta sæti með 15 stig.
Þróttarar byrjuðu mun betur og Jelena Tinna Kujundzic skoraði fyrsta markið á 5. mínútu er hún potaði boltanum yfir línuna af nær engu færi eftir að Elaina LaMacchia markvörður Fram verði frá Þórdísi Elvu Ágústsdóttur.
Gestirnir héldu áfram að sækja eftir markið og Unnur Dóra Bergsdóttir tvöfaldaði forskotið á 23. mínútu með fallegum skalla úr teignum eftir hornspyrnu frá Katie Cousins.
Þróttur var líklegri til að bæta í forskotið en Fram að minnka muninn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki og staðan í leikhléi 2:0.
Seinni hálfleikur var mjög rólegur framan af en þriðja mark Þróttar kom á 81. mínútu þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði með skoti í slá og inn eftir sendingu frá Caroline Murray sem kom inn á stuttu fyrr.
Framarar minnkuðu muninn fjórum mínútum síðar þegar Sara Svanhildur Jóhannsdóttir slapp ein í gegn eftir sendingu frá LaMacchia markverði og skoraði af öryggi framhjá Mollee Swift í marki Þróttar.