Fyrsti sigur Vals í tvo mánuði

Fanndís Friðriksdóttir úr Val með fyrirgjöf í dag. Deja Sandoval …
Fanndís Friðriksdóttir úr Val með fyrirgjöf í dag. Deja Sandoval er til varnar. mbl.is/Hákon

Val­ur vann sinn fyrsta sig­ur í tvo mánuði í Bestu deild­inni í fót­bolta er liðið sigraði FH, 2:1, í 10. um­ferðinni í dag. Val­ur fór upp fyr­ir Tinda­stól og Stjörn­una með sigr­in­um og er liðið með 12 stig í sjötta sæti. FH er í þriðja sæti og nú þrem­ur stig­um á eft­ir toppliðum Þrótt­ar og Breiðabliks.

Elísa Lana Sig­ur­jóns­dótt­ir var ná­lægt því að skora stór­kost­legt mark fyr­ir FH á 10. mín­útu en hún skaut í slána af 30 metra færi. Fimm mín­út­um síðar barst bolt­inn til Fann­dís­ar Friðriks­dótt­ur í teig FH en Sandra Sig­urðardótt­ir gerði vel í að verja frá henni í úr­vals­færi.

FH átti nokk­ur lang­skot það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks en ekk­ert sem Tinna Brá Magnús­dótt­ir í marki Vals lenti í mikl­um vand­ræðum með. Hinum meg­in fékk Jor­dyn Rhodes fínt færi á 37. mín­útu en Sandra Sig­urðardótt­ir varði skot henn­ar rétt utan teigs ör­ugg­lega.

Var staðan í hálfleik marka­laus og ekki mikið um mjög opin færi.

Thelma Kar­en Pálma­dótt­ir fékk eitt slíkt á 51. mín­útu þegar hún slapp ein í gegn eft­ir mik­inn sprett frá Elísu Lönu en Tinna gerði glæsi­lega í að koma aðeins út úr mark­inu og verja.

Fyrsta markið kom svo hinum meg­in á 60. mín­útu er Ragn­heiður Þór­unn Jóns­dótt­ir kom Val yfir er hún af­greiddi bolt­ann í hornið úr miðjum teign­um eft­ir að FH-ing­ar náðu ekki að koma bolt­an­um í burtu eft­ir horn frá Helenu Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ur.

Elísa Lana fékk úr­vals­færi til að jafna þrem­ur mín­út­um síðar en hún setti bolt­ann fram­hjá af mjög stuttu færi eft­ir glæsi­leg­an sprett og fyr­ir­gjöf hjá Ídu Marín Her­manns­dótt­ur. Ingi­björg Magnús­dótt­ir skaut svo rétt fram­hjá á 69. mín­útu og FH-ing­ar voru að hóta jöfn­un­ar­marki.

Það voru hins veg­ar Valskon­ur sem skoruðu næsta mark og það gerði Helena Ósk Hálf­dán­ar­dótt­ir á 83. mín­útu með glæsi­legu skoti í blá­hornið af 20 metra færi.

Aðeins tveim­ur mín­út­um síðar minnkaði Ingi­björg Magnús­dótt­ir mun­inn er hún ýtti bolt­an­um yfir marklín­una af stuttu færi eft­ir glæsi­leg­an und­ir­bún­ing hjá Maya Han­sen og stefndi í spenn­andi loka­mín­út­ur. Mörk­in urðu þó ekki fleiri og Valskon­ur fögnuðu sigri.

FH 1:2 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert