Breiðablik og Valur í efri styrkleikaflokki

Breiðablik og Valur fara beint í 2. umferð undankeppninnar.
Breiðablik og Valur fara beint í 2. umferð undankeppninnar. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Breiðablik og Val­ur sitja bæði hjá þegar dregið verður til 1. um­ferðar í undan­keppni Meist­ara­deild­ar kvenna í fót­bolta klukk­an 10 í fyrra­málið.

Bæði liðin verða síðan í efri styrk­leika­flokki þegar dregið verður til 2. um­ferðar undan­keppn­inn­ar tveim­ur klukku­tím­um síðar.

Keppn­in verður með nokkuð breyttu sniði tíma­bilið 2025-26 en nú verður leikið í riðlum í bæði 1. og 2. um­ferðinni. Í þriðju um­ferð verður síðan leikið um sæti í riðlakeppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar.

Breiðablik og Val­ur eru sitt í hvor­um hópn­um fyr­ir drátt­inn á morg­un, Breiðablik sem Íslands­meist­ari í „meist­ara­hópi“ og Val­ur í „deild­ar­hópi“ en Valskon­ur komust í keppn­ina með því að enda í öðru sæti Bestu deild­ar­inn­ar í fyrra.

Meðal mögu­legra mót­herja Breiðabliks í 2. um­ferð eru:

Dinamo, Hvíta-Rússlandi
Young Boys, Sviss
Hi­berni­an, Skotlandi
Rauða stjarn­an, Serbíu
OH Leu­ven, Belg­íu
Far­ul Const­anta, Rúm­en­íu
HJK Hels­inki, Finn­landi
GKS Katowice, Póllandi

Í þenn­an hóp bæt­ast síðan sex sig­ur­veg­ar­ar riðla í fyrstu um­ferðinni.

Val­ur slepp­ur við mörg mjög sterk lið en get­ur mætt ein­hverj­um af þess­um liðum:

In­ter Mílanó, Ítal­íu
Metal­ist Kharkiv, Úkraínu
Sport­ing Braga, Portúgal
PSV Eind­ho­ven, Hollandi
Austria Vín, Aust­ur­ríki
Nord­sjæl­land, Dan­mörku
Aktobe, Kasakst­an

Leik­ir í 1. um­ferðinni fara fram 30. júlí og 3. ág­úst en 2. um­ferðin er leik­in 27. og 30. ág­úst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert