Fyrsti útisigur Aftureldingar

Benjamin Stokke skallar boltann í mark ÍBV og jafnar metin …
Benjamin Stokke skallar boltann í mark ÍBV og jafnar metin í 1:1 í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV tók á móti Aft­ur­eld­ingu í Bestu deild karla í fót­bolta á Þór­svelli í Vest­manna­eyj­um dag. Leikið var í blíðskap­ar­veðri og enduðu leik­ar 2:1 fyr­ir gest­un­um úr Mos­fells­bæ.

Þetta er fyrsti út­sig­ur Aft­ur­eld­ing­ar og fyrstu mörk liðsins á úti­velli og liðið er nú komið upp í 6. sæti deild­ar­inn­ar með 17 stig. ÍBV er áfram í 9. sæt­inu með 14 stig.

Heima­menn byrjuðu leik­inn bet­ur og voru með stjórn á hon­um nán­ast all­an fyrri hálfleik­inn. Þegar rétt tæp­lega kort­er var liðið af leikn­um átti Sverr­ir Hjaltested, sókn­ar­maður ÍBV, frá­bæra stungu­send­ingu inn á Her­mann Þór, sem stakk varn­ar­menn Aft­ur­eld­ing­ar af.

Skot hans fór hins­veg­ar í stöng­ina og sem bet­ur fer fyr­ir Eyja­menn datt bolt­inn beint fyr­ir fæt­ur Vicente Val­or, miðjum­ans ÍBV, og hann setti bolt­ann í opið mark gest­anna. 1:0 fyr­ir ÍBV.

Á 23. mín­útu komst Aft­ur­eld­ing í sitt allra besta færi í fyrri hálfleik. Elm­ar Kári Cogic, sókn­ar­maður Mos­fell­inga, komst þá í gott svæði inni í teig heima­manna en Marcel Zapytowski varði frá hon­um.

Varsl­an var hins­veg­ar beint í fæt­ur Benjam­in Stokke, en Marcel sá einnig við hon­um. Marcel fékk svo brot þegar þeir lentu í árekstri í kjöl­farið, sem bet­ur fer fyr­ir Eyja­menn því Aft­ur­eld­ing kom bolt­an­um í markið í kjöl­farið.

Það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks stjórnuðu Eyja­menn leikn­um og hleyptu Aft­ur­eld­ingu ekki í nein mark­tæki­færi af viti. Fleiri urðu mörk­in hins­veg­ar ekki, þótt Vicente Val­or hafi verið hárs­breidd frá því að bæta við sínu öðru marki eft­ir rúm­lega 35. mín­út­una leik. 1:0 fyr­ir heima­mönn­um í hálfleik.

Aft­ur­eld­ing í allt öðrum gír

Eitt­hvað hef­ur hálfleiks­ræðan hjá Magnúsi Má Ein­ars­syni, þjálf­ara Aft­ur­eld­ing­ar, kveikt í gest­un­um því þeir mættu í allt öðrum gír út í síðari hálfleik­inn. Á 54. mín­útu skoraði Benjam­in Stokke frá­bært skalla­mark eft­ir fyr­ir­gjöf frá Aroni Jó­hanns­syni, sem hafði komið inn á sem varamaður í fyrri hálfleik. Staðan 1:1 og gest­irn­ir betri það sem af var síðari hálfleik.

Aðeins mín­útu síðar komust gest­irn­ir svo yfir þegar Sæv­ar Atli Huga­son sendi bolt­ann til fyrr­nefnds Arons Jó­hanns­son­ar ut­ar­lega í teign­um og hann kláraði lista­vel í hægra hornið. Óverj­andi fyr­ir Marcel í marki Eyja­manna og staðan orðin 2:1 fyr­ir Aft­ur­eld­ingu.

Eyja­menn reyndu hvað þeir gátu að jafna en gest­irn­ir féllu aft­ar og leyfðu heima­mönn­um að halda bolt­an­um, en hleyptu þeim lítið sem ekk­ert í gegn­um sig og sókn­ar­leik­ur ÍBV var mjög bit­laus í síðari hálfleik.

Gest­un­um tókst að halda ÍBV í skefj­um út leik­inn og unnu, eins og áður sagði, frá­bær­an 2:1 útisig­ur. Þeim tekst með sigr­in­um að kom­ast upp um miðja deild í bili, þrem­ur stig­um á und­an ÍBV. Eyja­menn eru hins­veg­ar hægt og ró­lega að nálg­ast fallsvæðið eft­ir frá­bæra byrj­un á mót­inu.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

ÍBV 1:2 Aft­ur­eld­ing opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert