Knattspyrnumennirnir Arngrímur Bjartur Guðmundsson og Baldur Kári Helgason hafa skrifað undir nýja samninga við FH í Bestu deild.
Arngrímur og Baldur Kári eru báðir fæddir árið 2005, uppaldir í félaginu og framlengja samninga sína til ársins 2028. Einnig hafa þeir báðir spilað með yngri landsliðum Íslands.
Baldur Kári hefur spilað í öllum leikjum FH á tímabilinu og skorað eitt mark og Arngrímur hefur spilað sjö leiki.
FH er í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig eftir 12 umferðir.