Skoraði síðast 2016

Sandra María með boltann í kvöld.
Sandra María með boltann í kvöld. Ljósmynd/Alex Nicodim

Marka­skor­ar­inn Sandra María Jessen var að von sátt með 3:1-sig­ur ís­lenska landsliðsins gegn Serbíu í vináttu­leik liðanna í Stara Prazova í loka­leik Íslands fyr­ir EM í Sviss.

„Mér fannst þetta kafla­skipt­ur leik­ur. Við byrjuðum mjög vel og skoðuðum tvö mörk strax í byrj­un sem var mik­il­vægt fyr­ir sjálfs­traustið okk­ar og til að hafa trú á leikn­um,” 

„Við erum bún­ar að vera að skora lítið af mörk­um í leikj­um und­an­farið og gera mikið af jafn­tefl­um, svo það var gott að vinna í dag. Þetta var erfitt á köfl­um en ég held að í heild­ina litið get­um við verið stolt­ar af því sem við gerðum í dag og tök­um það sem við gerðum vel í dag inn í móti”

Þú átt­ir sjálf mjög góðan leik og náðir að skora þrátt fyr­ir að spila aðeins hálfleik.

„Þetta var góður leik­ur í dag og ég er mjög ánægð. Ég held að ég skoraði síðast mark með landsliðinu árið 2016 áður en ég eignaðist barn og lenti í tveim­ur meiðslum svo ég er mjög stolt af þessu. Þetta var góð liðsframmistaða, við feng­um fullt af góðum fær­um og þetta held­ur von­andi svona áfram á EM.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert