Markaskorarinn Sandra María Jessen var að von sátt með 3:1-sigur íslenska landsliðsins gegn Serbíu í vináttuleik liðanna í Stara Prazova í lokaleik Íslands fyrir EM í Sviss.
„Mér fannst þetta kaflaskiptur leikur. Við byrjuðum mjög vel og skoðuðum tvö mörk strax í byrjun sem var mikilvægt fyrir sjálfstraustið okkar og til að hafa trú á leiknum,”
„Við erum búnar að vera að skora lítið af mörkum í leikjum undanfarið og gera mikið af jafnteflum, svo það var gott að vinna í dag. Þetta var erfitt á köflum en ég held að í heildina litið getum við verið stoltar af því sem við gerðum í dag og tökum það sem við gerðum vel í dag inn í móti”
Þú áttir sjálf mjög góðan leik og náðir að skora þrátt fyrir að spila aðeins hálfleik.
„Þetta var góður leikur í dag og ég er mjög ánægð. Ég held að ég skoraði síðast mark með landsliðinu árið 2016 áður en ég eignaðist barn og lenti í tveimur meiðslum svo ég er mjög stolt af þessu. Þetta var góð liðsframmistaða, við fengum fullt af góðum færum og þetta heldur vonandi svona áfram á EM.“