Áföllin engin afsökun

Þorlákur Árnason á hliðarlínunni í dag.
Þorlákur Árnason á hliðarlínunni í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Frammistaðan var köfl­ótt,“ sagði Þor­lák­ur Árna­son þjálf­ari ÍBV í sam­tali við mbl.is eft­ir tap, 2:0, gegn Fram á úti­velli í Bestu deild karla í fót­bolta í kvöld. Fram skoraði bæði mörk­in sín í fyrri hálfleik.

„Fram var búið að fara tvisvar inn í víta­teig­inn okk­ar og þá var staðan orðin 2:0. Það var mik­il stöðubar­átta í fyrri hálfleik og mér fannst við góðir úti á vell­in­um. Við vor­um góðir að finna stöður en vor­um ekki góðir á síðasta þriðjung.

Mörk­in sem við fáum á okk­ur – hvað gerðist? Það voru ódýr mörk og eft­ir það var á bratt­ann að sækja. Mér fannst við eiga að skora í fyrri hálfleik en það vantaði gæði á síðasta þriðjungi. Þetta var jafn leik­ur og allt í einu var staðan orðin 2:0,“ sagði Þor­lák­ur.

Marg­ir sókn­ar­menn eru fjar­ver­andi hjá ÍBV vegna meiðsla og liðið saknaði þeirra í dag.

„Við þurf­um að hafa meira fyr­ir því að skora núna. Við viss­um að þetta yrði erfitt, sér­stak­lega þegar þú lend­ir í svona mikl­um áföll­um. Það er samt eng­in af­sök­un fyr­ir neinu,“ sagði Þor­lák­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert