Halla var hetja Haukanna

Halla Þórdís Svansdóttir skoraði sigurmark Hauka í kvöld.
Halla Þórdís Svansdóttir skoraði sigurmark Hauka í kvöld. mbl.is/Eggert

Hauka­kon­ur gerðu góða ferð suður með sjó í kvöld þegar þær sigruðu Kefl­vík­inga á úti­velli, 3:2, í 1. deild kvenna í knatt­spyrnu.

Hauk­ar löguðu með því stöðu sína í neðri hluta deild­ar­inn­ar, fóru upp fyr­ir ÍA og eru með tíu stig í sjö­unda sæti af tíu liðum deild­ar­inn­ar. Kefla­vík er í sjötta sæt­inu með 12 stig og missti af tæki­færi til að kom­ast nær efstu liðunum.

Ariela Lew­is kom Kefla­vík yfir strax á 6. mín­útu en Elín Björg Norðfjörð jafnaði fljót­lega fyr­ir Hauka. Rut Sig­urðardótt­ir kom Hauk­um í 2:1 á 61. mín­útu en fimm mín­út­um síðar jafnaði Marín Rún Guðmunds­dótt­ir fyr­ir Kefla­vík.

Þegar allt stefndi í jafn­tefli skoraði Halla Þór­dís Svans­dótt­ir sig­ur­mark Hauka á þriðju mín­útu í upp­bót­ar­tím­an­um, 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert