Jón Daði á heimleið

Jón Daði Böðvarsson í leik með Selfyssingum fyrir fjórtán árum.
Jón Daði Böðvarsson í leik með Selfyssingum fyrir fjórtán árum. mbl.is/Golli

Jón Daði Böðvars­son, fyrr­ver­andi landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er á leið á heima­slóðirn­ar á Sel­fossi.

Knatt­spyrnu­deild Sel­foss hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar klukk­an 13 í dag og sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is verður Jón Daði kynnt­ur til leiks hjá fé­lag­inu.

Jón Daði, sem er 33 ára gam­all, er upp­al­inn Sel­fyss­ing­ur og hef­ur ekki leikið með öðru ís­lensku liði en hann spilaði með meist­ara­flokki Sel­foss á ár­un­um 2009 til 2012 og lék með liðinu bæði ár þess í efstu deild, 2010 og 2012. Hann er frá þeim tíma bæði leikja­hæst­ur og marka­hæst­ur hjá fé­lag­inu í deild­inni.

Jón Daði hef­ur leikið sem at­vinnumaður er­lend­is frá 2013. Fyrst í Nor­egi og Þýskalandi en síðan á Englandi frá 2016 þar sem hann lék með Wol­ves, Rea­ding, Millwall, Bolt­on, Wrexham og síðast með Burt­on Al­bi­on.

Jón Daði var í tals­verðu hlut­verki hjá ís­lenska landsliðinu á bæði EM 2016 og HM 2018 og skoraði m.a. í sig­ur­leikn­um fræga  gegn Aust­ur­ríki á Evr­ópu­mót­inu í Frakklandi árið 2016. Hann á að baki 64 lands­leiki og skoraði í þeim fjög­ur mörk.

Jón Daði er með leikja­hærri knatt­spyrnu­mönn­um Íslands en hann hef­ur spilað 435 deilda­leiki á ferl­in­um, heima og er­lend­is, og skorað í þeim 75 mörk.

Ljóst er að hann verður góður liðsauki fyr­ir lið Sel­fyss­inga sem er í harðri botn­bar­áttu í 1. deild­inni eft­ir að hafa unnið 2. deild­ina á síðasta tíma­bili.

Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum.
Jón Daði Böðvars­son í leik með ís­lenska landsliðinu á Laug­ar­dals­vell­in­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert