Jón Daði farinn að huga að framtíðinni

Jón Daði Böðvarsson ásamt Tómasi Þóroddssyni, t.v., og Guðjóni Bjarna …
Jón Daði Böðvarsson ásamt Tómasi Þóroddssyni, t.v., og Guðjóni Bjarna Hálfdánarsyni. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Knatt­spyrnumaður­inn Jón Daði Böðvars­son skrifaði und­ir tveggja ára samn­ing við upp­eld­is­fé­lagið sitt Sel­foss í miðbæ bæj­ar­ins í gær. 

Hann kem­ur til Sel­foss eft­ir 13 ára fjar­veru í at­vinnu­mennsku. Þar lék hann með liðum í Nor­egi, Þýskalandi og Englandi. 

Jón Daði er með mikla ástríðu fyr­ir sín­um heima­bæ og gat ekki hugsað sér á end­an­um að spila fyr­ir annað ís­lenskt lið. 

Hann var þó spurður af blaðamanni hvort að Sel­foss hefði eitt­hvað þurft að sann­færa hann.

„Mik­il­væg­ast fyr­ir mig var hvað Sel­foss hafði fram að bjóða, ekki bara fót­bolta­lega séð held­ur líka upp á næstu skref eft­ir fer­il­inn.

Eft­ir mörg ár í at­vinnu­mennsku fer maður að hugsa um framtíð sína eft­ir fót­bolt­ann því fer­ill­inn er stutt­ur.

Sel­foss er með spenn­andi verk­efni upp á þjálf­un að gera sem snýst að því að hjálpa ung­um leik­mönn­um.

Ég fæ tæki­færi til þess að finna mína fjöl í því til að byrja með og reyna átta mig á hvað ég vil gera því ég hef ekki svar við því núna. Mér finnst það spenn­andi. 

Ann­ars er þetta auðvitað mitt sam­fé­lag og ég átti æðis­lega æsku hér. Þetta hljómaði alltaf rétt,“ sagði Jón Daði í sam­tali við mbl.is.

Aldrei segja aldrei

Þannig að þú gæt­ir séð þig fyr­ir þér í þjálf­un?

„Að ein­hverju leyti já. Ég veit ekki í hverju og hversu langt ég vil fara. Hvort ég verði ein­hver aðalþjálf­ari hef ég ekki hug­mynd um, mér finnst það ólík­legt eins og staðan er í dag en aldrei, segja aldrei.

Þess vegna finnst mér gott að byrja ró­lega, vera mögu­lega með fót­boltanám­skeið eða eitt­hvað álíka. Finna síðan hægt og ró­lega hvaða þjálf­un ég gæti haft áhuga á,“ bætti Jón Daði við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert